Segir vanda Samfylkingar „djúpstæðari“ en Árna Pál Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 19:00 Það er mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í núverandi formanni flokksins, hann er miklu djúpstæðari en svo, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins biður Ingibjörgu Sólrúnu að líta í eigin barm. Ingibjörg, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tjáir hún sig um nýafstaðið formannskjör í Samfylkingunni í viðtali í Sunnudagsmogganum. Sem kunnugt er sigraði Árni Páll Árnason Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins eins atkvæðis mun en Sigríður tilkynnti um framboð sitt sólarhring fyrir landsfund flokksins. Niðurstaðan þótti mikið áfall fyrir formanninn. Í viðtalinu segir Ingibjörg Sólrún: „Þetta var eiginlega að stytta sér leið að formannsframboði, sem mér finnst ekki til fyrirmyndar. Ef Sigríður hefði unnið formannskjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokkurinn verið í miklum vanda. Það er líka mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í formanninum. Vandinn er talsvert dýpri og útheimtir heiðarlega greiningu en ekki upphrópanir og aftökur.“ Samfylkingin fékk aðeins 12,9 prósent í síðustu þingkosningum og fór úr 20 kjörnum þingmönnum í 9. Þá hefur fylgi Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu verið langt undir því fylgi sem flokkurinn hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar en hægt er að skoða fylgisþróunina hér. Ingibjörg Sólrún á að líta í eigin barm Fréttastofan hafði samband við Sighvat Björgvinsson fyrrverandi formann Alþýðuflokksins til að fá viðbrögð hans við orðum Ingibjargar Sólrúnar en Ingibjörg gerir ekki tilraun til að útskýra það í viðtalinu í hverju hinn djúpi vandi felst. Samfylkingin hefur ekki náð vopnum sínum. Sumir segja að Samfylkingin hafi veikt tengsl sín við verkalýðshreyfinguna. Ertu sammála því? Núna hefur formaður Samfylkingarinnar ekki tekið með skýrum hætti undir kröfur Starfsgreinasambandsins um nafnlaunahækkanir lágmarkslauna en það hefur Katrín Jakobsdóttir formaður VG gert. Er Samfylkingin að missa tengsl við kjarna kjósenda sinna? „Hún hefur ekki ræktað þau tengsl nægilega vel að mínu mati. Það er ekki nóg að hafa samband við forystumennina í félögunum heldur hafa samband við fólkið sjálft. Það er það sem á í vanda. Það er ekki Samfylkingin sem á í vanda heldur fólkið sem Samfylkingin á að berjast fyrir. Það er vandi Samfylkingarinnar að gera sér grein fyrir því,“ segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.Sighvatur rifjar upp að Samfylkingin hafi verið stofnuð sem breiðfylking jafnaðarmanna en líka til að vera valkostur við stjórnarfar á móti Sjálfstæðisflokknum. „Fyrrverandi formaður (Ingibjörg Sólrún) steig hins vegar það skref að ganga til liðs við þann flokk sem Samfylkingin átti að bjóða sig fram gegn. Án þess að ná nokkru fram af þeim megin stefnumálum sem Samfylkingin barðist fyrir. Þannig að hún verður nú líka að líta svolítið í eigin barm,“ segir Sighvatur og er þar að vísa til þess að Ingibjörg Sólrún myndaði ríkisstjórn með Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum eftir þingkosningar árið 2007. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Það er mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í núverandi formanni flokksins, hann er miklu djúpstæðari en svo, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins biður Ingibjörgu Sólrúnu að líta í eigin barm. Ingibjörg, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tjáir hún sig um nýafstaðið formannskjör í Samfylkingunni í viðtali í Sunnudagsmogganum. Sem kunnugt er sigraði Árni Páll Árnason Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins eins atkvæðis mun en Sigríður tilkynnti um framboð sitt sólarhring fyrir landsfund flokksins. Niðurstaðan þótti mikið áfall fyrir formanninn. Í viðtalinu segir Ingibjörg Sólrún: „Þetta var eiginlega að stytta sér leið að formannsframboði, sem mér finnst ekki til fyrirmyndar. Ef Sigríður hefði unnið formannskjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokkurinn verið í miklum vanda. Það er líka mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í formanninum. Vandinn er talsvert dýpri og útheimtir heiðarlega greiningu en ekki upphrópanir og aftökur.“ Samfylkingin fékk aðeins 12,9 prósent í síðustu þingkosningum og fór úr 20 kjörnum þingmönnum í 9. Þá hefur fylgi Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu verið langt undir því fylgi sem flokkurinn hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar en hægt er að skoða fylgisþróunina hér. Ingibjörg Sólrún á að líta í eigin barm Fréttastofan hafði samband við Sighvat Björgvinsson fyrrverandi formann Alþýðuflokksins til að fá viðbrögð hans við orðum Ingibjargar Sólrúnar en Ingibjörg gerir ekki tilraun til að útskýra það í viðtalinu í hverju hinn djúpi vandi felst. Samfylkingin hefur ekki náð vopnum sínum. Sumir segja að Samfylkingin hafi veikt tengsl sín við verkalýðshreyfinguna. Ertu sammála því? Núna hefur formaður Samfylkingarinnar ekki tekið með skýrum hætti undir kröfur Starfsgreinasambandsins um nafnlaunahækkanir lágmarkslauna en það hefur Katrín Jakobsdóttir formaður VG gert. Er Samfylkingin að missa tengsl við kjarna kjósenda sinna? „Hún hefur ekki ræktað þau tengsl nægilega vel að mínu mati. Það er ekki nóg að hafa samband við forystumennina í félögunum heldur hafa samband við fólkið sjálft. Það er það sem á í vanda. Það er ekki Samfylkingin sem á í vanda heldur fólkið sem Samfylkingin á að berjast fyrir. Það er vandi Samfylkingarinnar að gera sér grein fyrir því,“ segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.Sighvatur rifjar upp að Samfylkingin hafi verið stofnuð sem breiðfylking jafnaðarmanna en líka til að vera valkostur við stjórnarfar á móti Sjálfstæðisflokknum. „Fyrrverandi formaður (Ingibjörg Sólrún) steig hins vegar það skref að ganga til liðs við þann flokk sem Samfylkingin átti að bjóða sig fram gegn. Án þess að ná nokkru fram af þeim megin stefnumálum sem Samfylkingin barðist fyrir. Þannig að hún verður nú líka að líta svolítið í eigin barm,“ segir Sighvatur og er þar að vísa til þess að Ingibjörg Sólrún myndaði ríkisstjórn með Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum eftir þingkosningar árið 2007.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira