„Fjölskyldan sem hefur myndast í kringum þessa uppfærslu á Vesalingunum er öll í áfalli og eyðilögð yfir skyndilegum og hörmulegum dauða Kyle. Hann var eftirtektaverður ungur hæfileikaríkur maður og ótrúleg manneskja sem bjó til töfra – og skrifaði nýjan kafla í söguna – með frumraun sinni á Broadway,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum uppfærslunnar. „Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og biðjum ykkur um að virða einkalíf þeirra á þessum ótrúlega erfiðu tímum.“
Jean-Baptiste var forfallaleikari fyrir þann sem lék aðalhlutverk verksins, Jean Valjean, auk þess sem hann lék tvö minni hlutverk í verkinu. Hann steig á svið sem Valjean 23. júlí þegar leikarinn Ramin Karimloo fór í frí. Jean-Baptiste gekk til liðs við leikarahópinn í maí eftir að hann útskrifaðist með tónlistar- og leiklistargráðu frá Baldwin Wallace University í Ohio.
Join us as we congratulate @BaptisteKyle on his Jean Valjean debut! #LesMizBway http://t.co/0LJ27aiEo0 pic.twitter.com/iDuKyue7Hq
— Les Misérables (@LesMizBway) July 27, 2015