Innlent

Bílvelta við Hringbraut

Bjarki ármannsson skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild fyrir stuttu eftir að bíll þeirra valt við göngubrúna yfir Hringbraut í miðborginni. Bíllinn endaði á hvolfi utan vegar og þurfti lögregla að saga hurðirnar af til að komast að fólkinu.

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar er fólkið ekki talið mikið slasað. Engar truflanir eru á umferð vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×