Innlent

Skíðasvæði opin víða um land

Enn er svartaþoka í Bláfjöllum og rigningarsuddi. Þar er ekkert skyggni og því skíðasvæðið lokað í dag. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er aftur á móti opið eins og síðustu daga. Þar er opið til fimm í Tungudal og frá ellefu á Seljalandsdal.

Þar er veður gott, suðaustlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu og dálítil rigning. Austfirsku Alparnir, skíðasvæðið Oddsskarði er einnig opið til fimm í dag, þar sem troðinn blautur snjór. Þar er sparifatadagur og klukkan eitt hefst páskaeggjamótið fyrir átta ára og yngri.

Skíðasvæði Dalvíkur er síðan opið til fimm.

Skíðasvæðið í Tindastóll verður opið í dag frá klukkan 10 til 16 og segir í tilkynningu að nægur snjór sé í fjallinu. Á Siglufirði verður einnig opið frá tíu til fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×