Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren.
Danski ökumaðurinn ók keppti fyrir McLaren árið 2014. Hann náði verðlaunasæti í frumraun sinni í Ástralíu. Þegar Fernando Alonso snéri aftur til McLaren missti Magnussen sæti sitt sem keppnisökumaður.
„Kevin hefur alltaf staðið sig mjög vel og unnið af fagmennsku þau fimm ár sem hann hefur verið viðloðinn liðið. Hann kom til liðs við ökumannsakademíu McLaren árið 2010,“ sagði Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren.
Tveir fyrrum heimsmeistarar aka fyrir McLaren, Jenson Button og Fernando Alonso, af því leiðir að ekkert keppnissæti var laust fyrir Magnussen á næsta ári.
Magnussen fékk að eigin sögn tölvupóst frá liðinu þann 5. október síðastliðinn þess efnis að hann fengi ekki sæti hjá liðinu á næstunni. Magnussen á afmæli 5. október.
Magnussen er því á útopnu að reyna að tryggja sér keppnissæti fyrir næsta tímabil. Hans besta tækifæri er sennilega hjá Lotus liðinu. Hann gæti náð í sætið sem Romain Grosjean skilur eftir autt þegar hann fer til Haas F1 á næsta ári.
Annað sæti er þó laust hjá Haas. Líklegast verður þróunarökumaður Ferrari, Esteban Gutierrez kynntur til leiks sem tilvonandi liðsfélagi Grosjean á allra næstu dögum.
Lotus er ekki á flæðiskeri statt hvað ökumenn varðar. Jolyon Palmer er varaökumaður þar á bæ. Hann gerir nú tilkall til keppnissætis.
Magnussen gæti því átt erfitt með að finna sæti á næsta ári en þó gæti það gegnið upp.
Manor vantar ökumann eða tvo með sem allra besta bakhjarla. Hugsanlega gæti Manor-Mercedes verið heillandi kostur fyrir Magnussen.
