Háskólasjúkrahús? Sigurður Oddsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Bolli Héðinsson og Kári Stefánsson voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni. Kári sagði sérfræðideildir flytjast frá Landspítalanum út í bæ. Beinalækningar væru komnar í Orkuhúsið og í Ármúlanum væri verið að opna einhvers konar sjúkrahús með brjóstskurðstofudeild fyrir konur. Á báðum stöðum væru sjúklingar í góðum höndum fagfólks. Það gætu samt komið upp aðstæður, sem gerðu það að verkum að sjúklingar væru ekki eins öruggir á þessum litlu spítölum. Kári sagði að fleiri sérsvið ættu eftir að fara frá Landspítalanum. Það bara gerðist og ekki gott að svara hvers vegna. Læknar væru á betri launum en á spítalanum. Það væri ekki vegna samkeppni, því til þess værum við of fá. Fyrir spítalann væri vont að sérþekking flyttist frá honum. Sérfræðigreinar ætti að kenna á háskólasjúkrahúsi og ekki væru nógu mörg tilfelli til að halda læknum í þjálfun á tveimur stöðum. Best væri að fá þessar deildir aftur inn á spítalann, þá væri hægt að greiða læknum sömu laun og úti í bæ og heildarkostnaður væri samt lægri en nú er. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að hlusta á þáttinn. Ekki hvað síst þá sem bera ábyrgð á byggingu nýs spítala (ef finnast) og svo auðvitað hollvinasamtök Landspítalans. Þátturinn ber heitið Landspítalanum fórnað fyrir einkarekstur. Hann má nálgast á slóðinni:https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP36592. Þar tala þeir sem fagþekkinguna hafa.Hagstæðasta lausnin Ekki veit ég, hvort í nýjum spítala við Hringbraut sé nægilegt pláss fyrir þessar deildir vildu þær koma til baka. Það er hvort spítalinn, sem átti að sameina allt á einn stað, sé of lítill, áður en byrjað er að byggja hann? Í Fossvogi er meir en nóg pláss og auk þess hægt að leigja út húsnæði fyrir einkareknar deildir. Spítali í Fossvogi var að hluta til sleginn út af borðinu af þeirri ástæðu að búið væri að byggja svo mikið á svæði, sem hafði verið ætlað fyrir stækkun hans. Það kann að hafa verið rétt miðað við 5-6 hæða hús, eins og á að byggja við Hringbraut. Í dag eru sjúkrahús hins vegar byggð á hæðina en ekki mörgum húsum dreift yfir stórt svæði. Í Fossvogi er hægt að byggja til framtíðar á hæðina, eins og gert er í Bandaríkjunum. Byggja hraðar betra og ódýrara sjúkrahús, en það sem nú skal byggt við Hringbraut. Háskólaspítali þjónar öllu landinu líkt og flugvöllur. Skattgreiðendur standa undir byggingu hans og um alla framtíð rekstrarkostnaði. Fyrir utan byggingarkostnað gæti munur á rekstrarkostnaði verið af stærðargráðu tekna ríkisins af álveri. Stjórnvöld bera ábyrgð á að hagstæðasta lausn sé valin fyrir það gott hús svo vel tækjum búið að læknar sækist eftir að vinna þar. Ég skil ekki hvers vegna alþingismenn hafi ekki fyrir löngu síðan látið gera raunhæfan samanburð á staðsetningu í Fossvogi og við Hringbraut. Í stað þess að setja sig inn í mál og leysa fer hvert þingið á eftir öðru í að þrasa vikum saman í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Bolli Héðinsson og Kári Stefánsson voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni. Kári sagði sérfræðideildir flytjast frá Landspítalanum út í bæ. Beinalækningar væru komnar í Orkuhúsið og í Ármúlanum væri verið að opna einhvers konar sjúkrahús með brjóstskurðstofudeild fyrir konur. Á báðum stöðum væru sjúklingar í góðum höndum fagfólks. Það gætu samt komið upp aðstæður, sem gerðu það að verkum að sjúklingar væru ekki eins öruggir á þessum litlu spítölum. Kári sagði að fleiri sérsvið ættu eftir að fara frá Landspítalanum. Það bara gerðist og ekki gott að svara hvers vegna. Læknar væru á betri launum en á spítalanum. Það væri ekki vegna samkeppni, því til þess værum við of fá. Fyrir spítalann væri vont að sérþekking flyttist frá honum. Sérfræðigreinar ætti að kenna á háskólasjúkrahúsi og ekki væru nógu mörg tilfelli til að halda læknum í þjálfun á tveimur stöðum. Best væri að fá þessar deildir aftur inn á spítalann, þá væri hægt að greiða læknum sömu laun og úti í bæ og heildarkostnaður væri samt lægri en nú er. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að hlusta á þáttinn. Ekki hvað síst þá sem bera ábyrgð á byggingu nýs spítala (ef finnast) og svo auðvitað hollvinasamtök Landspítalans. Þátturinn ber heitið Landspítalanum fórnað fyrir einkarekstur. Hann má nálgast á slóðinni:https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP36592. Þar tala þeir sem fagþekkinguna hafa.Hagstæðasta lausnin Ekki veit ég, hvort í nýjum spítala við Hringbraut sé nægilegt pláss fyrir þessar deildir vildu þær koma til baka. Það er hvort spítalinn, sem átti að sameina allt á einn stað, sé of lítill, áður en byrjað er að byggja hann? Í Fossvogi er meir en nóg pláss og auk þess hægt að leigja út húsnæði fyrir einkareknar deildir. Spítali í Fossvogi var að hluta til sleginn út af borðinu af þeirri ástæðu að búið væri að byggja svo mikið á svæði, sem hafði verið ætlað fyrir stækkun hans. Það kann að hafa verið rétt miðað við 5-6 hæða hús, eins og á að byggja við Hringbraut. Í dag eru sjúkrahús hins vegar byggð á hæðina en ekki mörgum húsum dreift yfir stórt svæði. Í Fossvogi er hægt að byggja til framtíðar á hæðina, eins og gert er í Bandaríkjunum. Byggja hraðar betra og ódýrara sjúkrahús, en það sem nú skal byggt við Hringbraut. Háskólaspítali þjónar öllu landinu líkt og flugvöllur. Skattgreiðendur standa undir byggingu hans og um alla framtíð rekstrarkostnaði. Fyrir utan byggingarkostnað gæti munur á rekstrarkostnaði verið af stærðargráðu tekna ríkisins af álveri. Stjórnvöld bera ábyrgð á að hagstæðasta lausn sé valin fyrir það gott hús svo vel tækjum búið að læknar sækist eftir að vinna þar. Ég skil ekki hvers vegna alþingismenn hafi ekki fyrir löngu síðan látið gera raunhæfan samanburð á staðsetningu í Fossvogi og við Hringbraut. Í stað þess að setja sig inn í mál og leysa fer hvert þingið á eftir öðru í að þrasa vikum saman í þeim tilgangi að tefja störf þingsins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar