Ballettinn fælir strákana frá Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2015 11:30 Cameron, Einar og Sergio voru truflaðir á æfingu á Stóra sviðinu en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Blæði á þriðjudaginn. vísir/ernir Sergio Pares Agea, Einar Nikkerud og Cameron Corbett eru hluti af hópi sem frumsýnir verkið Blæði á þriðjudaginn, sem er samstarfsverkefni flokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Cameron ætlaði að stoppa í þrjá mánuði á Íslandi en hefur starfað með flokknum í 17 ár, Einar fór á sinn fyrsta atvinnusamning hjá flokknum og Sergio er bókstaflega að taka sín fyrstu dansspor á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Úr sirkus í dansinn Sergio hefur aldrei tekið þátt í danssýningu áður. Hann er aftur á móti háskólamenntaður loftfimleikamaður og starfar venjulega í sirkús. „Mér var boðið til Íslands til að taka þátt í þessu verkefni. Þannig að þetta er stutt dvöl hjá mér. Mér finnst dansinn áhugaverður en hann er svolítið langt frá því sem ég sérhæfði mig í. Ég býst því ekki við því að ég muni skipta um starfsferil heldur snúa mér aftur að sirkúsnum þegar ég fer heim,“ segir Sergio og bætir við að hann hafi lært mikið á þessum þremur mánuðum um dans og Ísland. Cameron er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi og starfað með Íslenska dansflokknum frá árinu 1998 eða í 17 ár. Ætlaðir þú að stoppa svona lengi á Íslandi? „Nei, ég kom hingað til að taka þátt í þriggja mánaða verkefni en svo varð ég ástfanginn. Sú ást er reyndar löngu farin en svo varð ég bara ástfanginn af Íslandi og finnst gott að búa hérna. Í byrjun var ég hræddur um að ég væri að taka skref niður á við, við að fara til Íslands, þar sem ég hafði átt góðan feril í Þýskalandi sem sólóisti. Ég hélt að ferillinn væri búinn að ná hámarki en svo var svo mikil uppbygging í flokknum og orðsporið hefur farið vaxandi ár frá ári. Þannig að ég er mjög stoltur af vinnu minni með Íslenska dansflokknum.“Líf eftir dansferilinn Cameron er 42 ára og því fer að koma að kaflaskiptum í lífi hans þar sem atvinnudansinn spyr því miður um aldur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram á Íslandi þegar hann hættir hjá Íslenska dansflokknum en segir það góðan möguleika. „Hér hef ég byggt upp líf mitt og feril. Ég er ekki kominn með plön en hef opnar hugmyndir um framhaldið. Það er nefnilega svo gott í dag að maður getur breytt algjörlega um feril. Hætt í dansi og farið að læra eitthvað nýtt og skipt um stefnu. Þannig að það eru margir möguleikar í stöðunni.“Cameron byrjaði í fimleikum, Einar í handbolta og Sergio í sirkúslistum.vísir/ernirEkkert talað – bara drukkið Einar kemur frá Noregi og hefur starfað með Íslenska dansflokknum í tvö ár. Hann er þó á leiðinni aftur til Noregs eftir nokkrar vikur enda á hann eiginmann þar og hefur fengið nóg af fjarbúðinni í bili. „Ég kom til Íslands strax eftir útskrift úr dansnámi. Ég sá sýningu með Íslenska dansflokknum í Ósló þegar ég var yngri og heillaðist upp úr skónum. Síðan þá hefur mig langað að starfa með flokknum. Það var þó erfiðara að aðlagast samfélaginu en ég hélt í fyrstu út af rokinu og tungumálinu. Ég hélt að ég myndi tala reiprennandi íslensku eftir nokkra mánuði,“ segir Einar hlæjandi og við veltum fyrir okkur hvort það sé samt ekki auðveldara að koma til Íslands núna en fyrir tæpum tuttugu árum þegar Cameron kom til landsins. Cameron segir það alveg öruggt. „Dansinn er alþjóðlegur þannig að ég held að það hafi ekki breyst mikið að starfa með flokknum. En Ísland er allt annar heimur í dag. Þegar ég kom fyrst var erfitt að fá góðan ost og zucchini – eða, enginn vissi hvað zucchini var! Og enginn fór út á þriðjudegi heldur var bara farið út um helgar og þá var ekkert talað – bara drukkið!“ Úr handbolta í dansinn Einar tekur undir orð Camerons og segist hafa lært mikið á sínum fyrstu tveimur árum í vinnu hjá atvinnudansflokki. Hann byrjaði ekki að dansa fyrr en fimmtán ára gamall, fyrir aðeins átta árum, og litlu munaði að hann yrði atvinnumaður í handbolta, en ekki dansi. „Ég var farinn að spila í efstu deild. En svo fyrir hálfgerða tilviljun ákvað ég að fara í inntökupróf í dansskóla þegar ég var fimmtán ára. Einn virtasti dansari Noregs kemur frá sama litla þorpi og ég og hvatti mig áfram. Ég hafði aldrei heyrt um skólann og inntökuprófunum var lokið en ég sló samt til. Þetta var mikil breyting fyrir mig og handboltaþjálfarinn skildi ekkert í mér að hætta í boltanum. Það tók mig tvö ár að finna að ég hafði valið rétt og núna er ég mjög sáttur við að hafa valið dansinn.“ En eru þetta ekki ansi ólíkar greinar, handbolti og dans? „Jú, en það er gott að hafa íþróttahaus í dansinum. Ég mikla ekki hlutina fyrir mér eða flæki þá, heldur bara framkvæmi. Einnig hefur handboltinn hjálpað mér með stökkin og annað sem krefst styrks í dansinum.“Dansararnir þrír taka þátt í danssýningunni Blæði þar sem verk eftir þrjá heimsþekkta danshöfunda verða sýnd.vísir/ernirDans er meira en ballettGetur maður sem sagt byrjað að dansa 15 ára? „Já, það virkaði alla vega fyrir mig. En ég var samt í góðri líkamlegri þjálfun,“ segir Einar. Sergio grípur orðið. „Já, algjörlega – og ég byrjaði miklu seinna. Ég fór ekki að læra sirkuslistir fyrr en átján ára gamall án þess að hafa nokkurn bakgrunn eða vera í sérstöku líkamlegu formi. Maður getur alveg byrjað að dansa þótt maður hafi ekki æft frá þriggja ára aldri.“ Cameron segir bara betra að byrja aðeins seinna, ef eitthvað er. „Mér finnst tilhugsunin um að byrja í ballett fimm ára mjög leiðinleg. Börn eiga að leika sér, gera eitthvað spennandi, hlaupa og hafa gaman.“ Ætli það tengist því að ekki fleiri strákar eru í dansi á Íslandi? „Já, ég held að balletttímar séu ekki aðlaðandi kynning fyrir stráka,“ segir Sergio. „Það er til margs konar dans og líkamlegar listir. En ungt fólk sem ætlar að leggja fyrir sig dans byrjar yfirleitt í ballett, það er kynningin á dansinum, þangað beinir menntakerfið börnunum. Ég held að það sé vandinn, að dyrnar að dansheiminum séu of litlar og þröngar. Bara í gegnum ballettinn.“ Cameron bendir á að á Íslandi sé samkvæmisdansinn dyr strákanna. „Kannski er samt litið á samkvæmisdans meira sem íþrótt. Þegar ég var að byrja í dansi kynnti kennarinn minn margar greinar fyrir mér og þannig vaknaði áhugi minn en ég veit ekki hversu mikið það er gert í samkvæmisdansinum. Þannig að þótt samkvæmisdansinn sé vissulega dyr inn í dansheiminn er kannski ekki svo auðvelt að fara þaðan á önnur svið dansins.“ Við ljúkum spjallinu á því að vera sammála um að dansinn sé frábært starf. Að það sé hægt að ferðast út um allan heim og fyrir strákana sé alltaf gott að fá vinnu þar sem skortur er á karldönsurum. Dansararnir þrír ljúka því spjallinu á því að hvetja íslenska stráka áfram á dansbrautinni. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Sergio Pares Agea, Einar Nikkerud og Cameron Corbett eru hluti af hópi sem frumsýnir verkið Blæði á þriðjudaginn, sem er samstarfsverkefni flokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Cameron ætlaði að stoppa í þrjá mánuði á Íslandi en hefur starfað með flokknum í 17 ár, Einar fór á sinn fyrsta atvinnusamning hjá flokknum og Sergio er bókstaflega að taka sín fyrstu dansspor á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Úr sirkus í dansinn Sergio hefur aldrei tekið þátt í danssýningu áður. Hann er aftur á móti háskólamenntaður loftfimleikamaður og starfar venjulega í sirkús. „Mér var boðið til Íslands til að taka þátt í þessu verkefni. Þannig að þetta er stutt dvöl hjá mér. Mér finnst dansinn áhugaverður en hann er svolítið langt frá því sem ég sérhæfði mig í. Ég býst því ekki við því að ég muni skipta um starfsferil heldur snúa mér aftur að sirkúsnum þegar ég fer heim,“ segir Sergio og bætir við að hann hafi lært mikið á þessum þremur mánuðum um dans og Ísland. Cameron er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi og starfað með Íslenska dansflokknum frá árinu 1998 eða í 17 ár. Ætlaðir þú að stoppa svona lengi á Íslandi? „Nei, ég kom hingað til að taka þátt í þriggja mánaða verkefni en svo varð ég ástfanginn. Sú ást er reyndar löngu farin en svo varð ég bara ástfanginn af Íslandi og finnst gott að búa hérna. Í byrjun var ég hræddur um að ég væri að taka skref niður á við, við að fara til Íslands, þar sem ég hafði átt góðan feril í Þýskalandi sem sólóisti. Ég hélt að ferillinn væri búinn að ná hámarki en svo var svo mikil uppbygging í flokknum og orðsporið hefur farið vaxandi ár frá ári. Þannig að ég er mjög stoltur af vinnu minni með Íslenska dansflokknum.“Líf eftir dansferilinn Cameron er 42 ára og því fer að koma að kaflaskiptum í lífi hans þar sem atvinnudansinn spyr því miður um aldur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram á Íslandi þegar hann hættir hjá Íslenska dansflokknum en segir það góðan möguleika. „Hér hef ég byggt upp líf mitt og feril. Ég er ekki kominn með plön en hef opnar hugmyndir um framhaldið. Það er nefnilega svo gott í dag að maður getur breytt algjörlega um feril. Hætt í dansi og farið að læra eitthvað nýtt og skipt um stefnu. Þannig að það eru margir möguleikar í stöðunni.“Cameron byrjaði í fimleikum, Einar í handbolta og Sergio í sirkúslistum.vísir/ernirEkkert talað – bara drukkið Einar kemur frá Noregi og hefur starfað með Íslenska dansflokknum í tvö ár. Hann er þó á leiðinni aftur til Noregs eftir nokkrar vikur enda á hann eiginmann þar og hefur fengið nóg af fjarbúðinni í bili. „Ég kom til Íslands strax eftir útskrift úr dansnámi. Ég sá sýningu með Íslenska dansflokknum í Ósló þegar ég var yngri og heillaðist upp úr skónum. Síðan þá hefur mig langað að starfa með flokknum. Það var þó erfiðara að aðlagast samfélaginu en ég hélt í fyrstu út af rokinu og tungumálinu. Ég hélt að ég myndi tala reiprennandi íslensku eftir nokkra mánuði,“ segir Einar hlæjandi og við veltum fyrir okkur hvort það sé samt ekki auðveldara að koma til Íslands núna en fyrir tæpum tuttugu árum þegar Cameron kom til landsins. Cameron segir það alveg öruggt. „Dansinn er alþjóðlegur þannig að ég held að það hafi ekki breyst mikið að starfa með flokknum. En Ísland er allt annar heimur í dag. Þegar ég kom fyrst var erfitt að fá góðan ost og zucchini – eða, enginn vissi hvað zucchini var! Og enginn fór út á þriðjudegi heldur var bara farið út um helgar og þá var ekkert talað – bara drukkið!“ Úr handbolta í dansinn Einar tekur undir orð Camerons og segist hafa lært mikið á sínum fyrstu tveimur árum í vinnu hjá atvinnudansflokki. Hann byrjaði ekki að dansa fyrr en fimmtán ára gamall, fyrir aðeins átta árum, og litlu munaði að hann yrði atvinnumaður í handbolta, en ekki dansi. „Ég var farinn að spila í efstu deild. En svo fyrir hálfgerða tilviljun ákvað ég að fara í inntökupróf í dansskóla þegar ég var fimmtán ára. Einn virtasti dansari Noregs kemur frá sama litla þorpi og ég og hvatti mig áfram. Ég hafði aldrei heyrt um skólann og inntökuprófunum var lokið en ég sló samt til. Þetta var mikil breyting fyrir mig og handboltaþjálfarinn skildi ekkert í mér að hætta í boltanum. Það tók mig tvö ár að finna að ég hafði valið rétt og núna er ég mjög sáttur við að hafa valið dansinn.“ En eru þetta ekki ansi ólíkar greinar, handbolti og dans? „Jú, en það er gott að hafa íþróttahaus í dansinum. Ég mikla ekki hlutina fyrir mér eða flæki þá, heldur bara framkvæmi. Einnig hefur handboltinn hjálpað mér með stökkin og annað sem krefst styrks í dansinum.“Dansararnir þrír taka þátt í danssýningunni Blæði þar sem verk eftir þrjá heimsþekkta danshöfunda verða sýnd.vísir/ernirDans er meira en ballettGetur maður sem sagt byrjað að dansa 15 ára? „Já, það virkaði alla vega fyrir mig. En ég var samt í góðri líkamlegri þjálfun,“ segir Einar. Sergio grípur orðið. „Já, algjörlega – og ég byrjaði miklu seinna. Ég fór ekki að læra sirkuslistir fyrr en átján ára gamall án þess að hafa nokkurn bakgrunn eða vera í sérstöku líkamlegu formi. Maður getur alveg byrjað að dansa þótt maður hafi ekki æft frá þriggja ára aldri.“ Cameron segir bara betra að byrja aðeins seinna, ef eitthvað er. „Mér finnst tilhugsunin um að byrja í ballett fimm ára mjög leiðinleg. Börn eiga að leika sér, gera eitthvað spennandi, hlaupa og hafa gaman.“ Ætli það tengist því að ekki fleiri strákar eru í dansi á Íslandi? „Já, ég held að balletttímar séu ekki aðlaðandi kynning fyrir stráka,“ segir Sergio. „Það er til margs konar dans og líkamlegar listir. En ungt fólk sem ætlar að leggja fyrir sig dans byrjar yfirleitt í ballett, það er kynningin á dansinum, þangað beinir menntakerfið börnunum. Ég held að það sé vandinn, að dyrnar að dansheiminum séu of litlar og þröngar. Bara í gegnum ballettinn.“ Cameron bendir á að á Íslandi sé samkvæmisdansinn dyr strákanna. „Kannski er samt litið á samkvæmisdans meira sem íþrótt. Þegar ég var að byrja í dansi kynnti kennarinn minn margar greinar fyrir mér og þannig vaknaði áhugi minn en ég veit ekki hversu mikið það er gert í samkvæmisdansinum. Þannig að þótt samkvæmisdansinn sé vissulega dyr inn í dansheiminn er kannski ekki svo auðvelt að fara þaðan á önnur svið dansins.“ Við ljúkum spjallinu á því að vera sammála um að dansinn sé frábært starf. Að það sé hægt að ferðast út um allan heim og fyrir strákana sé alltaf gott að fá vinnu þar sem skortur er á karldönsurum. Dansararnir þrír ljúka því spjallinu á því að hvetja íslenska stráka áfram á dansbrautinni.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira