Íslenska handboltalandsliðið er að taka þátt í sínu átjánda stórmóti á þessari öld og úrslitin í fyrsta leik gefa skýr fyrirheit um framhald mótsins ef marka má undanfarin sautján stórmót strákanna okkar.
Ísland hefur sjö sinnum unnið fyrsta leik sinn á stórmótum frá 2000 en sjö sinnum hefur liðið þurft að sætta sig við tap í fyrsta leiknum.
Það er mikill munur á lokaniðurstöðu mótsins út frá úrslitunum í fyrsta leiknum. Þegar Ísland hefur unnið fyrsta leik sinn hefur liðið aldrei lent neðar en í áttunda sæti og að meðaltali í sæti 5,7.
Þegar fyrsti leikurinn hefur tapast hefur liðið aðeins tvisvar sinnum komist inn á topp tíu og aldrei ofar en í 9. sæti. Ísland hefur lent að meðaltali í 11. sæti á þeim mótum frá 2000 þar sem fyrsti leikurinn hefur tapast.
Íslenska liðið hefur þrisvar sinnum gert jafntefli í fyrsta leik og þá er greinilega von á öllu. Liðið lenti þannig í 15. sæti á HM í Túnis 2005 en síðan í 4. sæti á EM 2002 og í 3. sæti á EM 2010.
Skilaboð frá fyrsta leik á stórmótum frá 2000:
Ísland vinnur fyrsta leik - 5,7 sæti að meðaltali
HM 2003 - Sigur á Ástralíu - 7. sæti
EM 2006 - Sigur á Serbíu - 7. sæti
HM 2007 - Sigur á Ástralíu - 8. sæti
ÓL 2008 - Sigur á Rússlandi - 2. sæti
HM 2011 - Sigur á Ungverjalandi - 6. sæti
ÓL 2012 - Sigur á Argentínu - 5. sæti
EM 2014 - Sigur á Noregi - 5. sæti
Ísland tapar fyrsta leik - 11,0 sæti að meðaltali
EM 2000 - Tap fyrir Svíþjóð - 11. sæti
HM 2001 - Tap fyrir Svíþjóð - 11. sæti
EM 2004 - Tap fyrir Slóveníu - 13. sæti
ÓL 2004 - Tap fyrir Króatíu - 9. sæti
EM 2008 - Tap fyrir Svíþjóð - 11. sæti
EM 2012 - Tap fyrir Króatíu - 10. sæti
HM 2013 - Tap fyrir Rússlandi - 12. sæti
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Skýr skilaboð um lokastöðuna strax í fyrsta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

