Unga fólkið í eldinum Bjarni Þorsteinsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Áratugum saman hafa íbúar á landsbyggðinni þurft að horfa þungeygir á eftir unga, hugmyndaríka og menntaða fólkinu suður – einsleit heimabyggðin hefur yfirleitt haft upp á of fátt að bjóða fyrir þetta fólk. Þessir fólksflutningar eru orðnir að einhvers konar mynstri sem er búið að grafa sig inn í sveitirnar og sjávarsíðuna. Nú er komið að höfuðborgarbúum að bætast í þennan hóp, að sjá á eftir unga, hæfileikaríka og vel menntaða fólkinu fara suður til að skapa sér nýtt líf þar sem áhugi er fyrir hendi að nýta sér hæfileika þess og athafnaþrá, þar sem það getur lifað eðlilegu lífi, eignast börn og tekið þátt í samfélaginu.Baneitraður kokteill „Það er búið að eyðileggja framtíð mína hérna – en ég læt ekki taka af mér gleðina líka.“ Þetta sagði hress, ung kona við mig nýlega, kona sem er að ljúka strembnu háskólanámi samhliða því að undirbúa flutning af landi brott. Ekki af því að hana hungrar í að kynnast nýjum og ferskum straumum í framandi löndum – leiksvið framtíðardrauma hennar hefur ætíð verið Ísland – heldur vegna þess að það sem bíður hennar hér sem ungri menntakonu er baneitraður kokteill lágra launa og himinhás húsnæðis- og framfærslukostnaðar, kryddaður ónýtum gjaldmiðli, verðtryggingu og þrúgandi von- og hugmyndaleysi. Og hún er ekki ein í þessari stöðu; úti um allt er ungt fólk að velta þessu fyrir sér, sumir láta sér nægja að hugsa þetta og bíta á jaxlinn, aðrir hafa ákveðið að taka þetta örlagaþrungna skref. Það eru engin haldreipi í boði fyrir þetta fólk, engar líflínur eru sendar út. Einungis gíróseðlar. Þegar jörðin brennur undir unga menntafólkinu bregðast ráðamenn svo við með undarlegu áhuga- og afskiptaleysi, stofna til átaka um mál sem eru ekki á dagskrá og fara í óskiljanlega fjölbragðaglímu við andstæðinga sína þar sem allt er leyft. Og gjaldfella sjálfa sig enn meir. Þeir eru örugglega fáir ef nokkrir sem bera þá hugmynd í höfðinu að við þurfum að losa okkur við þetta unga menntafólk úr landi. Að hrekja það burt af heimavelli sínum, að stuðla að því að fjölskyldur liðist í sundur, að ömmur og afar þurfi að tengjast barnabörnunum gegnum internetið. En samt höfum við komið málum þannig fyrir að það sem við virðumst leggja öðru fremur áherslu á að bjóða nýjum kynslóðum upp á eru einhæf láglaunastörf, vinna við fiskvinnslu og málmbræðslu og að þjóna ferðamönnum. Allt það fé og öll sú vinna og ástúð sem lögð hefur verið í að koma þessu unga fólki til manns og mennta skiptir allt í einu ekki neinu máli. Hægt að afskrifa það eins og skuldir eldri kynslóða.Tonnatak hagsmunagæslu Það eru stórir flekar að rifna upp úr því bútasaumsteppi sem samfélagið er. En þetta eru ekki stjórnlausar náttúruhamfarir, þetta er ástand sem við höfum sjálf skapað og getum líka breytt. Við erum öll ábyrg fyrir þessu, þau sem hafa völdin og peningana mest, en þau sem komu þessum öflum til valda og veita þeim skjól bera líka mikla ábyrgð. Við búum í landi með gríðarlegum auðlindum og dugmiklu fólki sem flest allt þráir að búa í betra og réttlátara samfélagi þar sem er pláss fyrir alla, þar sem er jarðvegur sem við getum öll þrifist í. Samfélagi sem er eins og litríkt og flókið bútasaumsteppi þar sem hægt er að finna nýja og gamla búta, slitið denim, grófa ull og skræpótt velúr en ekki bara teinótt terylin og gæðasilki. Samfélagi sem er saumað saman með lifandi þræði vináttu, fjölskyldutengsla, kærleika, umhyggju og virðingar – ekki límt saman með tonnataki hagsmunagæslu, frekju og afskiptaleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman hafa íbúar á landsbyggðinni þurft að horfa þungeygir á eftir unga, hugmyndaríka og menntaða fólkinu suður – einsleit heimabyggðin hefur yfirleitt haft upp á of fátt að bjóða fyrir þetta fólk. Þessir fólksflutningar eru orðnir að einhvers konar mynstri sem er búið að grafa sig inn í sveitirnar og sjávarsíðuna. Nú er komið að höfuðborgarbúum að bætast í þennan hóp, að sjá á eftir unga, hæfileikaríka og vel menntaða fólkinu fara suður til að skapa sér nýtt líf þar sem áhugi er fyrir hendi að nýta sér hæfileika þess og athafnaþrá, þar sem það getur lifað eðlilegu lífi, eignast börn og tekið þátt í samfélaginu.Baneitraður kokteill „Það er búið að eyðileggja framtíð mína hérna – en ég læt ekki taka af mér gleðina líka.“ Þetta sagði hress, ung kona við mig nýlega, kona sem er að ljúka strembnu háskólanámi samhliða því að undirbúa flutning af landi brott. Ekki af því að hana hungrar í að kynnast nýjum og ferskum straumum í framandi löndum – leiksvið framtíðardrauma hennar hefur ætíð verið Ísland – heldur vegna þess að það sem bíður hennar hér sem ungri menntakonu er baneitraður kokteill lágra launa og himinhás húsnæðis- og framfærslukostnaðar, kryddaður ónýtum gjaldmiðli, verðtryggingu og þrúgandi von- og hugmyndaleysi. Og hún er ekki ein í þessari stöðu; úti um allt er ungt fólk að velta þessu fyrir sér, sumir láta sér nægja að hugsa þetta og bíta á jaxlinn, aðrir hafa ákveðið að taka þetta örlagaþrungna skref. Það eru engin haldreipi í boði fyrir þetta fólk, engar líflínur eru sendar út. Einungis gíróseðlar. Þegar jörðin brennur undir unga menntafólkinu bregðast ráðamenn svo við með undarlegu áhuga- og afskiptaleysi, stofna til átaka um mál sem eru ekki á dagskrá og fara í óskiljanlega fjölbragðaglímu við andstæðinga sína þar sem allt er leyft. Og gjaldfella sjálfa sig enn meir. Þeir eru örugglega fáir ef nokkrir sem bera þá hugmynd í höfðinu að við þurfum að losa okkur við þetta unga menntafólk úr landi. Að hrekja það burt af heimavelli sínum, að stuðla að því að fjölskyldur liðist í sundur, að ömmur og afar þurfi að tengjast barnabörnunum gegnum internetið. En samt höfum við komið málum þannig fyrir að það sem við virðumst leggja öðru fremur áherslu á að bjóða nýjum kynslóðum upp á eru einhæf láglaunastörf, vinna við fiskvinnslu og málmbræðslu og að þjóna ferðamönnum. Allt það fé og öll sú vinna og ástúð sem lögð hefur verið í að koma þessu unga fólki til manns og mennta skiptir allt í einu ekki neinu máli. Hægt að afskrifa það eins og skuldir eldri kynslóða.Tonnatak hagsmunagæslu Það eru stórir flekar að rifna upp úr því bútasaumsteppi sem samfélagið er. En þetta eru ekki stjórnlausar náttúruhamfarir, þetta er ástand sem við höfum sjálf skapað og getum líka breytt. Við erum öll ábyrg fyrir þessu, þau sem hafa völdin og peningana mest, en þau sem komu þessum öflum til valda og veita þeim skjól bera líka mikla ábyrgð. Við búum í landi með gríðarlegum auðlindum og dugmiklu fólki sem flest allt þráir að búa í betra og réttlátara samfélagi þar sem er pláss fyrir alla, þar sem er jarðvegur sem við getum öll þrifist í. Samfélagi sem er eins og litríkt og flókið bútasaumsteppi þar sem hægt er að finna nýja og gamla búta, slitið denim, grófa ull og skræpótt velúr en ekki bara teinótt terylin og gæðasilki. Samfélagi sem er saumað saman með lifandi þræði vináttu, fjölskyldutengsla, kærleika, umhyggju og virðingar – ekki límt saman með tonnataki hagsmunagæslu, frekju og afskiptaleysis.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar