Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 18:34 Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira