Innlent

Áhersla á lága byggð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Horft af Ölfusárbrú inn í Selfossbæ. Hugmyndir Sigtúns verða til sýnis um helgina í Tryggvaskála á Selfossi. Þær má líka skoða á midbaerselfoss.is.
Horft af Ölfusárbrú inn í Selfossbæ. Hugmyndir Sigtúns verða til sýnis um helgina í Tryggvaskála á Selfossi. Þær má líka skoða á midbaerselfoss.is. Mynd/Sigtún
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt vilyrði fyrir úthlutun miðbæjarsvæðisins á Selfossi til Sigtúns þróunarfélags um uppbyggingu alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu.

„Miðað er við að byggð í miðbænum verði lágreist en þétt, í samræmi við þá húsagerð sem er að finna í götum kringum miðbæjarsvæðið,“ segir í tilkynningu Sigtúns.

Húsin 25, sem reisa á, eiga sér öll sögulegar fyrirmyndir, „horfin hús með sögu sem er táknræn fyrir tiltekið tímabil, atvinnuhætti, listir, mat og menningu í Árborg, á Suðurlandi og jafnvel víðar.“

Hugmyndin er að húsin verði svo leigð út til margvíslegrar starfsemi og að í nýjum í miðbæjarkjarna verði sambland af þjónustufyrirtækjum, gisti- og veitingastöðum, verslunum, handverksstarfsemi, íbúðum og fleiru.

„Hús og einstök rými verða leigð út í langtímaleigu og eru viðræður þegar hafnar við áhugasama aðila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×