Innlent

Vill að þjóðin eigi síðasta orðið

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Karl Garðarsson þingmaður
Karl Garðarsson þingmaður
,,Ég tel að þessi ákvörðun sé það stór að þjóðin eigi rétt á því að eiga síðasta orðið,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræðuslit við Evrópusambandið.

,,Þó er það erfitt fyrir ríkisstjórn sem er andvíg aðild að Evrópusambandinu að standa fyrir slíkri atkvæðagreiðslu fyrr en í lok kjörtímabilsins í fyrsta lagi,“ segir Karl og bætir við að þetta sé ekki einkamál okkar í dag „heldur varðar þetta líka börn okkar og barnabörn“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×