Innlent

Félag íslenskra leikara samþykkir verkfall

Stefán Árni Pálsson skrifar
Félagið bætist við þau 17 aðildarfélög BHM sem þegar hafa samþykkt að boða til verkfalla.
Félagið bætist við þau 17 aðildarfélög BHM sem þegar hafa samþykkt að boða til verkfalla. vísir/valli
Atkvæðagreiðslu Félags íslenskra leikara um aðgerðir hjá ríki lauk í dag. Niðurstöðurnar voru afgerandi en af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 96% félagsmanna tímabundið verkfall milli sjö og ellefu um kvöld fimmtudaginn 9. apríl.

Félagið bætist því við þau 17 aðildarfélög BHM sem þegar hafa samþykkt að boða til verkfalla eftir páska.

Sýning á Fjalla-Eyvindi er áætluð á Stóra sviði Þjóðleikhússins 9. apríl.
„Ljóst er að þessi niðurstaða sýnir þá miklu samstöðu sem er meðal  félaganna 18 um að menntun sé metin til launa. Það feli tilboð ríkisins hins vegar ekki í sér og sé því hafnað,“ segir í tilkynningu frá BHM.

Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra leikara mun verkfallið aðeins ná til þeirra félagsmanna sem starfa við Þjóðleikhúsið, þar sem þeir semja um kjör við ríkið. 

Verkfallið mun þannig bitna á fyrirhugaðri uppfærslu Þjóðleikhússins á Fjalla-Eyvindi þetta kvöld, en ekki uppfærslu Borgarleikhússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×