Innlent

Kona á áttræðisaldri vann eina og hálfa milljón

Bjarki Ármannsson skrifar
Kona á áttræðisaldri var með þrettán tölur réttar á Miðvikudagsseðli Lottósins þessa vikuna.
Kona á áttræðisaldri var með þrettán tölur réttar á Miðvikudagsseðli Lottósins þessa vikuna. Vísir
Kona á áttræðisaldri náði þrettán réttum á Miðvikudagsseðli Getspár þessa vikuna. Vann hún samtals 1.552.760 krónur með öllum aukavinningum.

Vinningsmiðann keypti hún í verslun N1 við Hringbraut í Reykjavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar segir einnig að konan hyggist bjóða eiginmanni sínum út að borða í tilefni vinningsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×