Enski boltinn

Wenger: Costa með leiðindi í hverjum einasta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger á hliðarlínunni í dag.
Wenger á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hundfúll með dómgæslu Mike Dean í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea vann 2-0 sigur með mörkum frá Kurt Zouma og Eden Hazard, en Arsenal fékk tvö rauð spjöld. Það fyrra var skrautlegt, en það má sjá hér.

„Ég væri ekki til í að vera Mike Dean í kvöld. Costa átti tvisvar að vera rekinn útaf. Hann sló Gabriel í andlitið af ásetningi," sagði Wenger við fjölmiðla í leikslok.

„Í hverjum einasta leik er hann með leiðindi og hann kemst upp með það vegna þess hve dómararnir eru aumir," sem var þó ekki sáttur með sinn mann, Gabriel.

„Gabriel átti ekki að bregðast við svona við, en að við höfum fengið tvö rauð spjöld og að Costa hafi verið enn inn á vellinum er hneisa," sagði hundóánægður Wenger í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×