Skólastjórar bjartsýnni en háskólakennarar Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Fari allt á versta veg gætu einhverjir komið að lokuðum dyrum í háskólum landsins þegar kemur að prófatíð í desember. Prófessorar við ríkisháskóla undirbúa atkvæðagreiðslu um aðgerðir. visir/anton Vonir standa til þess að samningi verði náð í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Skólastjórafélag Íslands í Karphúsinu á morgun. Skólastjórar, sem ekki hafa verkfallsrétt, eru orðnir afar langeygir eftir samningi og hafa rætt bæði uppsagnir og skærur vegna stöðunnar. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, staðfestir að viðræður við samninganefnd sveitarfélaganna hafi tekið kipp síðasta föstudag, eftir nokkurn hægagang.Svanhildur María Ólafsdóttir„Við vorum langt komin með viðræður í framhaldi af gerðardómi í ágúst, en síðan þegar SALEK-viðræðurnar fóru af stað varð ákveðið stopp í viðræðum,“ segir hún. Núna fyrir helgi hafi hins vegar hafist á ný vinna við að reyna að ljúka samningum. „Og horfði nú kannski ekki alveg vel fyrsta kastið, en við náðum munnlegu samkomulagi á föstudaginn sem við munum ganga frá í þessari viku.“ Svanhildur segist því gera sér vonir um að ljúka málinu á næsta samningafundi, sem er á morgun, miðvikudag. Á morgun funda líka með samninganefnd ríkisins Félag prófessora í ríkisháskólum og Félag háskólakennara. Fyrrnefnda félagið hefur boðað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í desember vegna hægagangs við samningagerðina.Jörundur GuðmundssonJörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að á samningafundi fyrir helgi hafi ríkið kynnt ákveðinn ramma sem enn sé til skoðunar hjá félögunum. „Við erum bara að skoða það og stilla okkur saman. Það voru nokkur félög sem ekki voru með þessum átján í BHM og erum við núna að byrja að tala um okkar sérmál.“ Innan rammans sem kynntur hafi verið segir Jörundur að finna hluta af því sem samið hafi verið um í SALEK-samkomulaginu. Hvort líklegt sé að þarna sé kominn grundvöllur til þess að ljúka samningum segir Jörundur ekki enn hægt að segja nokkuð um. Félögin þurfi ráðrúm til að meta stöðuna. „En óneitanlega er þetta erfið staða eftir að BHM felldi þetta [SALEK] samkomulag og svo eru félög utan við það sem eru ekki í gerðardómsmálinu,“ segir Jörundur. Ólíkt Félagi prófessora hafa háskólakennarar enn ekkert ályktað eða lagt fyrir stjórn, eða félagsfund, um mögulegar verkfallsaðgerðir. Fundinn á morgun segir Jörundur hins vegar kunna að ráða einhverju um framhaldið hvað slíkt varðar. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Vonir standa til þess að samningi verði náð í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Skólastjórafélag Íslands í Karphúsinu á morgun. Skólastjórar, sem ekki hafa verkfallsrétt, eru orðnir afar langeygir eftir samningi og hafa rætt bæði uppsagnir og skærur vegna stöðunnar. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, staðfestir að viðræður við samninganefnd sveitarfélaganna hafi tekið kipp síðasta föstudag, eftir nokkurn hægagang.Svanhildur María Ólafsdóttir„Við vorum langt komin með viðræður í framhaldi af gerðardómi í ágúst, en síðan þegar SALEK-viðræðurnar fóru af stað varð ákveðið stopp í viðræðum,“ segir hún. Núna fyrir helgi hafi hins vegar hafist á ný vinna við að reyna að ljúka samningum. „Og horfði nú kannski ekki alveg vel fyrsta kastið, en við náðum munnlegu samkomulagi á föstudaginn sem við munum ganga frá í þessari viku.“ Svanhildur segist því gera sér vonir um að ljúka málinu á næsta samningafundi, sem er á morgun, miðvikudag. Á morgun funda líka með samninganefnd ríkisins Félag prófessora í ríkisháskólum og Félag háskólakennara. Fyrrnefnda félagið hefur boðað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í desember vegna hægagangs við samningagerðina.Jörundur GuðmundssonJörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að á samningafundi fyrir helgi hafi ríkið kynnt ákveðinn ramma sem enn sé til skoðunar hjá félögunum. „Við erum bara að skoða það og stilla okkur saman. Það voru nokkur félög sem ekki voru með þessum átján í BHM og erum við núna að byrja að tala um okkar sérmál.“ Innan rammans sem kynntur hafi verið segir Jörundur að finna hluta af því sem samið hafi verið um í SALEK-samkomulaginu. Hvort líklegt sé að þarna sé kominn grundvöllur til þess að ljúka samningum segir Jörundur ekki enn hægt að segja nokkuð um. Félögin þurfi ráðrúm til að meta stöðuna. „En óneitanlega er þetta erfið staða eftir að BHM felldi þetta [SALEK] samkomulag og svo eru félög utan við það sem eru ekki í gerðardómsmálinu,“ segir Jörundur. Ólíkt Félagi prófessora hafa háskólakennarar enn ekkert ályktað eða lagt fyrir stjórn, eða félagsfund, um mögulegar verkfallsaðgerðir. Fundinn á morgun segir Jörundur hins vegar kunna að ráða einhverju um framhaldið hvað slíkt varðar.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira