Íbúatala Vestfjarða horfin á fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2015 18:40 Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Vísir Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira