Íbúatala Vestfjarða horfin á fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2015 18:40 Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Vísir Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Á undanförnum fimm árum hafa 6.200 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta íslenska ríkisborgara. Það samsvarar því að allir íbúar Vestfjarða hafi flutt af landi brott. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta svipað margir og íbúar Vestmannaeyja. Á árunum eftir hrun flutti töluverður fjöldi Íslendinga til annarra landa. En dregið hefur úr þeim fjölda á undanförnum árum, þar til á þessu ári að brottfluttum fjölgar á nýjan leik.Segir vinnumarkaði eða stöðu heimila augljóslega ekki um að kenna Í tölum frá Hagstofunni sést sá fjöldi íslenskra ríkisborgara sem flutti frá landinu umfram aðflutta á árunum 2010 til og með fyrstu þriggja ársfjórðunga á þessu ári. En nú þegar þrír mánuðir eru eftir af árinu sligar fjöldinn upp í svipaða tölu og árinu 2013. Samanlagt eru þetta 6.200 Íslendingar sem hafa flutt frá landinu eða svipaður fjöldi og býr á Vestfjörðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bendir á að frá árinu 2013 hafi töluvert fleiri einstaklingar, bæði íslenskir og útlenskir, flutt til landsins en frá því, þótt fjölgað hafi í hópi brottfluttra Íslendinga.Forsætisráðherra telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Vísir/GVA„Það er augljóslega ekki vegna þróunarinnar á vinnumarkaði eða stöðu heimilanna. Því hvor tveggja hefur verið að þróast mjög Íslandi í hag í samanburði við hin Norðurlöndin. Það kann að vera að menn séu komnir í aðstöðu til þess núna loksins, einhverjir sem hafa haft áform uppi um að fara út, séu búnir að koma sínum málum í það horf hérna að þeir geti flutt út,“ segir Sigmundur Davíð. Það sé hins vegar þess virði að skoða þessa óvæntu þróun, t.d. í ljósi þess að norsk atvinnumiðlunarfyrirtæki séu hætt að koma hingað í leit að starfsfólki og hafi eiginlega snúið starfsemi sinni við.Svo er það kannski stóra málið sem liggur alltaf í loftinu og búið að liggja í loftinu lengi og það eru húsnæðismálin. Það eru allir sammála um að þau eru sérstaklega ungu kynslóðinni erfið. Heldur þú að þau geti spilað þarna inn í? „Það er ekki gott að segja. Húsnæðismálin eru auðvitað mál sem þarf að vinna í áfram. En maður sér ekki alveg hvers vegna það ætti að vera auðveldara fyrir útlendinga að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn hér heldur en Íslendinga. Svoleiðis að mér finnst hæpið að það skýri þetta alveg,“ segir forsætisráðherra og telur líklegast að um einhvers konar tímabundna uppsöfnun sé að ræða.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar.Vísir/VilhelmTelur þörf á að hækka barnabætur og fæðingarorlof En á sama tíma og fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa yfirgefið landið á undanförnum fimm árum hafa 4.430 fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því, sem er svipaður fjöldi og býr í Vestmannaeyjum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir þessa þróun áhyggjuefni og rýna þurfi í hvers vegna þessi þróun eigi sér stað. „Hér var slegið á frest aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Núna eftir mikinn og erfiðan niðurskurð var ekki farið í það af fullum krafti að styrkja grunnstoðirnar, t.d. heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Svo þyrfti að hækka barnabætur og lengja og hækka fæðingarorlofið. En það hefur ekki verið gert,“ segir Sigríður.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent