Samband myndlistar, íþrótta og markaðarins Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2015 08:30 Salernispappírinn er hluti af einu verki sýningarinnar. Vísir/Vilhelm Sex listamenn taka þátt í samsýningunni #KOMASVO sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag. Á sýningunni er samband myndlistar, íþrótta og markaðarins skoðað. „Staða listamannsins úti á markaðinum gagnvart efniviðnum núna er allt önnur en hún var í gamla daga. Það er ekki verið að vinna skúlptúra úr steini eða blanda málningu sjálfur. Núna er verið að nota mikið af tækjum og tólum sem tengjast nútímaheiminum,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og bætir við: „Það eru vörumerki á þessum hlutum, þannig að myndlistarmaðurinn er alltaf hluti af markaðinum en reynir oft að fjarlægja sig frá honum. Það sem þeir eru að gera í þessari sýningu er að taka markaðinn fram og sýna hann.“ Íris segir íþróttir og myndlist í raun eiga vel saman þótt greinarnar séu oft á tíðum álitnar ótengdar. „Listamennirnir hafa tileinkað sér mjög íþróttamannsleg vinnubrögð þegar þeir nálgast sýninguna. Það smitast inn í sýninguna bæði inn í vinnuferli og í afraksturinn.“ Liðsmennirnir hafa einnig tekið saman bylgjur álíkar þeim sem stuðningsmenn íþróttaliða gera oft. „Við höfum tileinkað okkur ákveðinn talsmáta eins og: Koma svo strákar! Þetta verður algjör negla!“ segir Íris. Hópurinn hefur einnig staðið fyrir ljósmyndasamkeppni á Facebook og er hún hluti af sýningunni. Sú mynd sem fær flest „like“ vinnur, verður prentuð út og gefin Listasafni ASÍ á Safnanótt þann 6. febrúar. Unnið hefur verið með fyrirtækjum á borð við Becks, Litróf og Kaffitár. „Það er oft verið að fela styrktaraðila í listum en ekki í íþróttum og við erum að reyna að tala bara mjög opinskátt um það hverjir koma að og hvernig,“ segir Íris, en einnig standa þau fyrir dósasöfnun til þess að styrkja sýninguna og eru gestir hvattir til þess að mæta með tómar dósir og flöskur á opnunina. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Ásgeir Skúlason, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sindri Snær Leifsson og Sæmundur Þór Helgason.Sýningin verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardaginn klukkan þrjú. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Sex listamenn taka þátt í samsýningunni #KOMASVO sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardag. Á sýningunni er samband myndlistar, íþrótta og markaðarins skoðað. „Staða listamannsins úti á markaðinum gagnvart efniviðnum núna er allt önnur en hún var í gamla daga. Það er ekki verið að vinna skúlptúra úr steini eða blanda málningu sjálfur. Núna er verið að nota mikið af tækjum og tólum sem tengjast nútímaheiminum,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og bætir við: „Það eru vörumerki á þessum hlutum, þannig að myndlistarmaðurinn er alltaf hluti af markaðinum en reynir oft að fjarlægja sig frá honum. Það sem þeir eru að gera í þessari sýningu er að taka markaðinn fram og sýna hann.“ Íris segir íþróttir og myndlist í raun eiga vel saman þótt greinarnar séu oft á tíðum álitnar ótengdar. „Listamennirnir hafa tileinkað sér mjög íþróttamannsleg vinnubrögð þegar þeir nálgast sýninguna. Það smitast inn í sýninguna bæði inn í vinnuferli og í afraksturinn.“ Liðsmennirnir hafa einnig tekið saman bylgjur álíkar þeim sem stuðningsmenn íþróttaliða gera oft. „Við höfum tileinkað okkur ákveðinn talsmáta eins og: Koma svo strákar! Þetta verður algjör negla!“ segir Íris. Hópurinn hefur einnig staðið fyrir ljósmyndasamkeppni á Facebook og er hún hluti af sýningunni. Sú mynd sem fær flest „like“ vinnur, verður prentuð út og gefin Listasafni ASÍ á Safnanótt þann 6. febrúar. Unnið hefur verið með fyrirtækjum á borð við Becks, Litróf og Kaffitár. „Það er oft verið að fela styrktaraðila í listum en ekki í íþróttum og við erum að reyna að tala bara mjög opinskátt um það hverjir koma að og hvernig,“ segir Íris, en einnig standa þau fyrir dósasöfnun til þess að styrkja sýninguna og eru gestir hvattir til þess að mæta með tómar dósir og flöskur á opnunina. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Ásgeir Skúlason, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sindri Snær Leifsson og Sæmundur Þór Helgason.Sýningin verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardaginn klukkan þrjú.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira