Innlent

Össuri illt vegna uppsagna Landsbankans

Atli Ísleifsson skrifar
Í færslu á Facebook-síðu þingmannsins bendir hann á að bankinn hafi grætt 28,8 milljarða króna árið 2013 og 20 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs.
Í færslu á Facebook-síðu þingmannsins bendir hann á að bankinn hafi grætt 28,8 milljarða króna árið 2013 og 20 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs. Vísir/Daníel
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segist vera „illt“ vegna uppsagna Landsbankans sem tilkynnt var um í gær. Bendir hann á að 43 fjölskyldur lenda í óvissu vegna uppsagnanna og fyrir marga starfsmenn muni reynast erfitt að finna aðra vinnu.

Í færslu á Facebook-síðu þingmannsins bendir hann á að bankinn hafi grætt 28,8 milljarða króna árið 2013 og 20 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs.

Færsla þingmannsins í heild sinni:

„Aumingja, vesalings Landsbankinn! Landsbankinn er að segja upp 43 starfsmönnum „í hagræðingaskyni.“ 43 fjölskyldur lenda í óvissu. Fyrir marga starfsmenn er þetta launin fyrir að gefa bankanum obbann af starfsævi sinni. Sumir eru komnir á þann aldur að erfitt mun reynast að finna aðra vinnu.

En hver skilur ekki að vesalings Landsbankaræfillinn er á flæðiskeri staddur? Hann græddi ekki nema 28,8 milljarða árið 2013. Og bara 20 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs.Í fyrra neyddist hann svo til að kaupa lóð á dýrasta stað í miðbænum fyrir milljarð. Það kallar vitaskuld á að aumingja bankinn er beinlínis hrakinn í að púnga út nokkrum milljörðum til að reisa nýjar höfuðstöðvar á lóðinni. Mér skilst að ekki dugi minna en 14 þúsund fermetrar.

Hvaða fábjáni skilur ekki að við svona aðstæður þarf auðvitað að reka starfsmenn í tugatali "í hagræðingarskyni“ – Manni verður illt.“


Tengdar fréttir

43 fá uppsagnarbréf hjá Landsbankanum

Landsbankinn hefur fækkað starfsmönnum í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti um 30 auk þess sem ráðningarsamningum allra sem starfa í afgreiðslu bankans í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið sagt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×