Andrea rúmliggjandi eftir að hafa varið vinkonur sínar fyrir ofbeldismönnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 11:38 Andrea Nótt fór úr axlarlið, viðbeinsbrotnaði og tognaði á fæti þegar maðurinn sem áreitti hana og vinkonur hennar hrinti henni í götuna. „Þetta á ekki að gerast í nútímasamfélagi,“ segir Andrea Nótt Guðmundsdóttir í samtali við Vísi um árás sem hún varð fyrir aðfaranótt sunnudags í Kaupmannahöfn. Andrea Nótt hafði verið að skemmta sér ásamt vinkonum sínum á skemmtistaðnum Condesa í miðborg Kaupmannahafnar þegar tveir karlmenn byrjuðu að áreita þær á dansgólfinu. „Þeir byrja á að áreita eina vinkonu mína og toga í buxurnar hennar eins og þeir séu að reyna að ná buxunum niður. Svo er annarri vinkonu minni hrint upp við borð og gripið svo fast í hana að hún er öll marin,“ segir Andrea sem skipaði mönnum að láta þær vinkonurnar í friði og yfirgáfu mennirnir dansgólfið. Fyrir utan staðinn tók ekki betra við en þar voru mennirnir fyrir utan og beindi einn af þeim sjónum sínum að Andreu. „Hann horfir á mig blákalt og kallar mig hóru og segir að ég sé að biðja um þetta. Vinir hans reyna að róa hann niður en það virkar ekki. Ég ætlaði að labba upp að honum og slá hann utan undir en ég næ því ekki því hann hrindir mér á miðja umferðargötu fyrir utan staðinn,“ segir Andrea en mennirnir hlupu í kjölfarið í burtu. Andrea gat ekki hreyft sig en við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að hún hafði farið úr axlarlið, viðbeinsbrotnað og tognað á fæti. Hún segist aldrei hafa séð mennina áður sem hún telur að séu um fertugt eða fimmtugt. Hún ætlar sér að kæra þetta atvik og bindur vonir við að það hafi náðst á öryggismyndavél. Hún hefur þó ekki komist í það enda er hún rúmliggjandi og kvalin. Hún starfar sem þjónn í Kaupmannahöfn og sér ekki fram á að vinna næstu vikurnar.Post by Andrea Nótt. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
„Þetta á ekki að gerast í nútímasamfélagi,“ segir Andrea Nótt Guðmundsdóttir í samtali við Vísi um árás sem hún varð fyrir aðfaranótt sunnudags í Kaupmannahöfn. Andrea Nótt hafði verið að skemmta sér ásamt vinkonum sínum á skemmtistaðnum Condesa í miðborg Kaupmannahafnar þegar tveir karlmenn byrjuðu að áreita þær á dansgólfinu. „Þeir byrja á að áreita eina vinkonu mína og toga í buxurnar hennar eins og þeir séu að reyna að ná buxunum niður. Svo er annarri vinkonu minni hrint upp við borð og gripið svo fast í hana að hún er öll marin,“ segir Andrea sem skipaði mönnum að láta þær vinkonurnar í friði og yfirgáfu mennirnir dansgólfið. Fyrir utan staðinn tók ekki betra við en þar voru mennirnir fyrir utan og beindi einn af þeim sjónum sínum að Andreu. „Hann horfir á mig blákalt og kallar mig hóru og segir að ég sé að biðja um þetta. Vinir hans reyna að róa hann niður en það virkar ekki. Ég ætlaði að labba upp að honum og slá hann utan undir en ég næ því ekki því hann hrindir mér á miðja umferðargötu fyrir utan staðinn,“ segir Andrea en mennirnir hlupu í kjölfarið í burtu. Andrea gat ekki hreyft sig en við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að hún hafði farið úr axlarlið, viðbeinsbrotnað og tognað á fæti. Hún segist aldrei hafa séð mennina áður sem hún telur að séu um fertugt eða fimmtugt. Hún ætlar sér að kæra þetta atvik og bindur vonir við að það hafi náðst á öryggismyndavél. Hún hefur þó ekki komist í það enda er hún rúmliggjandi og kvalin. Hún starfar sem þjónn í Kaupmannahöfn og sér ekki fram á að vinna næstu vikurnar.Post by Andrea Nótt.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira