„Spiluðum í happadrætti og töpuðum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 9. mars 2015 18:48 Menn vonuðust eftir happdrættisvinningi meðal annars með miklum fjárfestingum í Helguvík, segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sá vinningur skilaði sér ekki og nú situr bæjarfélagið í súpunni og getur ekki borgað skuldir sínar. Reykjanesbær sendi í morgun tilkynningu til Kauphallarinnar þess efnis að ef ekki næst samkomulag við lánadrottna um niðurfellingu skulda kemur til greiðslufalls hjá sveitarfélaginu. Reykjanesbær skuldar um 40 milljarða króna eða um 240 prósent af tekjum sínum sem gerir bæjarfélagið að því skuldsettasta á landinu. „Staðan er grafalvarleg en við höfum sett saman áætlun, gerðum það í haust undir nafninu, Sóknin og hún er í mörgum liðum. Einn liður í þeirri áætlun er að semja við kröfuhafa og reyna fá niðurfellingu á skuldum sveitarfélagsins. Það er ljóst að ef áætlun okkar á að ganga eftir þá þarf allt að ganga upp,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæFjármögnun sveitarfélagsins er tryggð út yfirstandandi ár en vonir standa til að viðræðum við kröfuhafa verði lokið fyrir páska. Kjartan segir að ekki standi til að auka álögur á bæjarbúa, þeim aðgerðum sé lokið og ekki á bætandi. Vandi Reykjanesbæjar er ekki nýr af nálinni en skuldir sveitarfélagsins fjórfölduðust á árunum 2002 til 2013. „Við vorum að vonast eftir því að vinna í happadrætti með miklum fjárfestingum bæði í bæjarfélaginu og í Helguvík. Það gekk því miður ekki eftir og nú sitjum við uppi með það miklar skuldir sem við getum ekki greitt af,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Innanríkisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en sagðist þó fylgjast náið með stöðunni. Samkvæmt sveitastjórnarlögum getur innanríkisráðuneytið svipt sveitastjórnir fjárforræði og skipað þeim fjárhaldsstjórn ef þurfa þykir. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Menn vonuðust eftir happdrættisvinningi meðal annars með miklum fjárfestingum í Helguvík, segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sá vinningur skilaði sér ekki og nú situr bæjarfélagið í súpunni og getur ekki borgað skuldir sínar. Reykjanesbær sendi í morgun tilkynningu til Kauphallarinnar þess efnis að ef ekki næst samkomulag við lánadrottna um niðurfellingu skulda kemur til greiðslufalls hjá sveitarfélaginu. Reykjanesbær skuldar um 40 milljarða króna eða um 240 prósent af tekjum sínum sem gerir bæjarfélagið að því skuldsettasta á landinu. „Staðan er grafalvarleg en við höfum sett saman áætlun, gerðum það í haust undir nafninu, Sóknin og hún er í mörgum liðum. Einn liður í þeirri áætlun er að semja við kröfuhafa og reyna fá niðurfellingu á skuldum sveitarfélagsins. Það er ljóst að ef áætlun okkar á að ganga eftir þá þarf allt að ganga upp,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæFjármögnun sveitarfélagsins er tryggð út yfirstandandi ár en vonir standa til að viðræðum við kröfuhafa verði lokið fyrir páska. Kjartan segir að ekki standi til að auka álögur á bæjarbúa, þeim aðgerðum sé lokið og ekki á bætandi. Vandi Reykjanesbæjar er ekki nýr af nálinni en skuldir sveitarfélagsins fjórfölduðust á árunum 2002 til 2013. „Við vorum að vonast eftir því að vinna í happadrætti með miklum fjárfestingum bæði í bæjarfélaginu og í Helguvík. Það gekk því miður ekki eftir og nú sitjum við uppi með það miklar skuldir sem við getum ekki greitt af,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Innanríkisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en sagðist þó fylgjast náið með stöðunni. Samkvæmt sveitastjórnarlögum getur innanríkisráðuneytið svipt sveitastjórnir fjárforræði og skipað þeim fjárhaldsstjórn ef þurfa þykir.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira