Minni Alzheimerssjúklinga batnar við reglulegar líkamsæfingar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. maí 2015 10:00 Minnið batnar og einbeitingin eykst þegar sjúklingar með Alzheimer gera reglulega líkamsæfingar. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar sjúklingar sem eru með byrjunarstig Alzheimerssjúkdómsins taka reglulega á í líkamsrækt batnar minni þeirra og einbeitingin eykst. Þetta eru niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sem greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins. Haft er eftir Sten Hasselbalch, stjórnanda rannsóknarinnar sem gerð var á vegum danska ríkisspítalans, að stífar líkamsæfingar auki líkamlega vellíðan og hafi jákvæð áhrif á andlega færni. Viðmiðunarhópur sem ekki tók þátt í æfingunum sýndi ekki batamerki. Þátttakendur í rannsókninni gerðu þol- og styrktaræfingar þrisvar í viku. Að sögn Hasselbalch var mestur árangur sjáanlegur þegar gerðar voru stífar æfingar. Hins vegar geti vel verið að teygjur og annars konar æfingar hafi áhrif. Þátttakendur gerðu æfingar saman í litlum hópum. Félagsskapurinn kann að hafa átt þátt í aukinni vellíðan Alzheimerssjúklinganna, að því er Hasselbalch greinir frá. Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár og er sú fyrsta sem sýnir fram á gagnsemi hreyfingar hjá sjúklingum með Alzheimer á byrjunarstigi, að því er bent er á á vef danska ríkisútvarpsins. Vísindamennirnir vita hins vegar enn ekki hvernig æfingarnar hjálpa. „Við vitum ekki hvort það er bara vegna betri líðanar almennt eða hvort eitthvað gerist í heilanum. Við ætlum að rannsaka það,“ segir Hasselbalch. Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga, segir fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hreyfingar sem forvarnar. „Það hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á hreyfingu í þessu skyni.“ Að sögn Svövu er markviss andleg og líkamleg þjálfun í dagþjálfun fyrir Alzheimerssjúklinga en slík þjálfun er á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er hins vegar spurning um hvernig við náum til allra hinna sem ekki koma í dagþjálfun en þurfa á hreyfingu að halda. Fólk með Alzheimer getur átt í erfiðleikum með að skipuleggja sjálft líkamsæfingar með öðrum. Sjúklingarnir kunna auk þess að þurfa aðstoð til að komast á milli staða.“ Í Finnlandi er samstarf á milli íþróttafélaga og Alzheimersfélaga, að sögn Svövu. „Slíku samstarfi þyrfti að koma á laggirnar hér. En þá komum við enn og aftur að því sama, nefnilega skorti á fjármagni og starfsmönnum.“ Stjórnandi rannsóknarinnar í Danmörku mælir með því að Alzheimerssjúklingar þar hafi samband við sveitarfélagið sitt til þess að fá hjálp og stuðning til þess að stunda líkamsrækt. Hann tekur fram að þótt menn geri ekki miklu meira en að fara í göngutúr geti það haft góð áhrif. Það sé góð byrjun. Aðalatriðið sé að vera virkur yfir daginn. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Þegar sjúklingar sem eru með byrjunarstig Alzheimerssjúkdómsins taka reglulega á í líkamsrækt batnar minni þeirra og einbeitingin eykst. Þetta eru niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sem greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins. Haft er eftir Sten Hasselbalch, stjórnanda rannsóknarinnar sem gerð var á vegum danska ríkisspítalans, að stífar líkamsæfingar auki líkamlega vellíðan og hafi jákvæð áhrif á andlega færni. Viðmiðunarhópur sem ekki tók þátt í æfingunum sýndi ekki batamerki. Þátttakendur í rannsókninni gerðu þol- og styrktaræfingar þrisvar í viku. Að sögn Hasselbalch var mestur árangur sjáanlegur þegar gerðar voru stífar æfingar. Hins vegar geti vel verið að teygjur og annars konar æfingar hafi áhrif. Þátttakendur gerðu æfingar saman í litlum hópum. Félagsskapurinn kann að hafa átt þátt í aukinni vellíðan Alzheimerssjúklinganna, að því er Hasselbalch greinir frá. Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár og er sú fyrsta sem sýnir fram á gagnsemi hreyfingar hjá sjúklingum með Alzheimer á byrjunarstigi, að því er bent er á á vef danska ríkisútvarpsins. Vísindamennirnir vita hins vegar enn ekki hvernig æfingarnar hjálpa. „Við vitum ekki hvort það er bara vegna betri líðanar almennt eða hvort eitthvað gerist í heilanum. Við ætlum að rannsaka það,“ segir Hasselbalch. Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga, segir fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hreyfingar sem forvarnar. „Það hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á hreyfingu í þessu skyni.“ Að sögn Svövu er markviss andleg og líkamleg þjálfun í dagþjálfun fyrir Alzheimerssjúklinga en slík þjálfun er á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er hins vegar spurning um hvernig við náum til allra hinna sem ekki koma í dagþjálfun en þurfa á hreyfingu að halda. Fólk með Alzheimer getur átt í erfiðleikum með að skipuleggja sjálft líkamsæfingar með öðrum. Sjúklingarnir kunna auk þess að þurfa aðstoð til að komast á milli staða.“ Í Finnlandi er samstarf á milli íþróttafélaga og Alzheimersfélaga, að sögn Svövu. „Slíku samstarfi þyrfti að koma á laggirnar hér. En þá komum við enn og aftur að því sama, nefnilega skorti á fjármagni og starfsmönnum.“ Stjórnandi rannsóknarinnar í Danmörku mælir með því að Alzheimerssjúklingar þar hafi samband við sveitarfélagið sitt til þess að fá hjálp og stuðning til þess að stunda líkamsrækt. Hann tekur fram að þótt menn geri ekki miklu meira en að fara í göngutúr geti það haft góð áhrif. Það sé góð byrjun. Aðalatriðið sé að vera virkur yfir daginn.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira