Eintal og hugsanir Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2015 12:00 Hulda við eitt verka sinna á sýningunni sem verður opnuð í dag. Vísir/GVA Hulda Hákon er á meðal þekktari myndlistarmanna þjóðarinnar en í dag opnar hún sýningu í galleríinu Tveimur hröfnum að Baldursgötu 12 í Reykjavík. Þar sýnir Hulda texta, málverk, lágmyndir og skúlptúra. Sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík og kallast Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar. Þessi langi og skemmtilegi titill sýningarinnar er að mörgu leyti lýsandi fyrir feril Huldu sem er fjölbreyttur og skemmtilegur um leið og Hulda er ávallt samkvæm sjálfri sér í umfjöllunarefnum sínum og nálgun. Hulda hélt fyrstu einkasýninguna sína í New York 1985 en frá upphafi hefur hún fjallað um hvunndagshetjuna, litla sigra, óhöpp eða einfaldlega hversdagsleg og skemmtileg atvik. Myndmál og textar vísa oft til þess að hið smáa getur verið allt eins dramatískt og eftirtektarvert og hið stóra og ákveðin leiðarstef endurtaka sig á stundum með skemmtilegum hætti. „Já ég fjalla um ýmislegt í mínum verkum, það hefur nú bara alltaf verið þannig og stundum gerast hlutirnir í samfélaginu eftir að ég mála. Ég málaði til að mynda Hvammstanga áður en komst upp um svindlið þar á bæ. Ég var bara að mála fallegan stað sem kúrir þarna í náttmyrkrinu en svo kom þessi Byggðastofnunarskandall og það getur haft áhrif á það hvernig maður sér verkið. Kannski er það eins með makrílinn sem ég sýndi í Vestmannaeyjum árið 2013. Nú er allt orðið brjálað út af makríl.“ Hulda segist í raun róa mikið á sömu mið með sín verk. „Í gegnum tíðina þá hef ég nýtt mér ljóð og sögur, sagnabrunn sem er endalaus uppspretta sem er gaman að dvelja í með einum eða öðrum hætti. En í raun hef ég á sama tíma alltaf litið dálítið á mig sem ákveðinn spegil. Verkin mín eru eintal mitt, hugsanir mínar og vangaveltur sem ég deili svo með öðrum.“ Í gegnum árin hefur Hulda gert talsvert af því að selja verk út fyrir landsteinana og hún segir að það hafi komið sér vel í hruninu á sínum tíma. „Það eiginlega bjargaði mér alveg að geta selt til útlanda í hruninu. Ég er mest að selja til Bandaríkjanna og Evrópu, þessi verk sem fara út eru oft stærstu verkin. Það kemur líka fyrir að það séu pöntuð verk og þar sem ég vinn oft með texta þá er ég í þeim tilvikum að vinna á ensku. Mér finnst ekki vera neitt að því að vinna eftir pöntun en sumum myndlistarmönnum finnst að það sé nánast að selja sál sína. Þeim bendi ég nú bara á að Bach samdi Brandenborgarkonsertana eftir pöntun. En sýningin sem verður opnuð í dag er alfarið íslensk sýning og það er ákveðinn léttir að vera að vinna á íslensku. En það er eins með þessa gagnrýni á að vinna eftir pöntunum og gagnrýnina sem við íslenskir myndlistarmenn fengum frá honum Goddi vini mínum í vikunni. Hjá svona hortugri manneskju eins og mér þá fer þetta bara inn um annað og út um hitt.“ Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Hulda Hákon er á meðal þekktari myndlistarmanna þjóðarinnar en í dag opnar hún sýningu í galleríinu Tveimur hröfnum að Baldursgötu 12 í Reykjavík. Þar sýnir Hulda texta, málverk, lágmyndir og skúlptúra. Sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík og kallast Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar. Þessi langi og skemmtilegi titill sýningarinnar er að mörgu leyti lýsandi fyrir feril Huldu sem er fjölbreyttur og skemmtilegur um leið og Hulda er ávallt samkvæm sjálfri sér í umfjöllunarefnum sínum og nálgun. Hulda hélt fyrstu einkasýninguna sína í New York 1985 en frá upphafi hefur hún fjallað um hvunndagshetjuna, litla sigra, óhöpp eða einfaldlega hversdagsleg og skemmtileg atvik. Myndmál og textar vísa oft til þess að hið smáa getur verið allt eins dramatískt og eftirtektarvert og hið stóra og ákveðin leiðarstef endurtaka sig á stundum með skemmtilegum hætti. „Já ég fjalla um ýmislegt í mínum verkum, það hefur nú bara alltaf verið þannig og stundum gerast hlutirnir í samfélaginu eftir að ég mála. Ég málaði til að mynda Hvammstanga áður en komst upp um svindlið þar á bæ. Ég var bara að mála fallegan stað sem kúrir þarna í náttmyrkrinu en svo kom þessi Byggðastofnunarskandall og það getur haft áhrif á það hvernig maður sér verkið. Kannski er það eins með makrílinn sem ég sýndi í Vestmannaeyjum árið 2013. Nú er allt orðið brjálað út af makríl.“ Hulda segist í raun róa mikið á sömu mið með sín verk. „Í gegnum tíðina þá hef ég nýtt mér ljóð og sögur, sagnabrunn sem er endalaus uppspretta sem er gaman að dvelja í með einum eða öðrum hætti. En í raun hef ég á sama tíma alltaf litið dálítið á mig sem ákveðinn spegil. Verkin mín eru eintal mitt, hugsanir mínar og vangaveltur sem ég deili svo með öðrum.“ Í gegnum árin hefur Hulda gert talsvert af því að selja verk út fyrir landsteinana og hún segir að það hafi komið sér vel í hruninu á sínum tíma. „Það eiginlega bjargaði mér alveg að geta selt til útlanda í hruninu. Ég er mest að selja til Bandaríkjanna og Evrópu, þessi verk sem fara út eru oft stærstu verkin. Það kemur líka fyrir að það séu pöntuð verk og þar sem ég vinn oft með texta þá er ég í þeim tilvikum að vinna á ensku. Mér finnst ekki vera neitt að því að vinna eftir pöntun en sumum myndlistarmönnum finnst að það sé nánast að selja sál sína. Þeim bendi ég nú bara á að Bach samdi Brandenborgarkonsertana eftir pöntun. En sýningin sem verður opnuð í dag er alfarið íslensk sýning og það er ákveðinn léttir að vera að vinna á íslensku. En það er eins með þessa gagnrýni á að vinna eftir pöntunum og gagnrýnina sem við íslenskir myndlistarmenn fengum frá honum Goddi vini mínum í vikunni. Hjá svona hortugri manneskju eins og mér þá fer þetta bara inn um annað og út um hitt.“
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira