Innlent

Bæjarstjóri segir ráðherra skilja mikilvægi fjárveitingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Björn Ingi Jónsson bæjasrtjóri útskýrði vandann í Hornafjarðarósi fyrir innanríkisráðherra.
Björn Ingi Jónsson bæjasrtjóri útskýrði vandann í Hornafjarðarósi fyrir innanríkisráðherra.
„Ekki var annað að skilja en að ráðherra skildi mikilvægi þess að tryggja fjármuni til aðgerða nú þegar og einnig í rannsóknarverkefni sem varða Grynnslin og innsiglinguna um Hornafjarðarós,“ segir í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar um fund bæjarstjórans með innanríkisráðherra.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fór yfir fundinn með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á bæjarráðsfundinum. Kvaðst Björn hafa farið „yfir alvarleika málsins og þá stöðu sem upp er komin“ varðandi innsiglinguna í Hornarfjarðarós. Hafi Ólöf sagst mundu funda strax með forstjóra Vegagerðarinnar og starfsmanni siglingasviðs stofnunarinnar og fara yfir möguleikana.

Bæjarráð tók undir þungar áhyggjur hafnarstjórnar. „Nú er komin upp sú staða að takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla inn til Hafnar í Hornafirði,“ sagði hafnarstjórnin. „Þetta ástand setur sjávarútveg og aðra flutninga til og frá Hornafirði í uppnám. Því er framtíð heils byggðarlags undir í þessu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×