Innlent

Landsmönnum fer fjölgandi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 210 þúsund manns.
Á höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 210 þúsund manns.
Landsmönnum fjölgaði um sjö hundruð á fyrsta ársfjórðungi 2015 samkvæmt Hagstofu Íslands. Í lok fyrsta ársfjórðungs bjuggu tæplega 330 þúsund manns á Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu rúmlega 210 þúsund en um 118 þúsund utan höfuðborgarsvæðis.

Á fyrsta ársfjórðungi fæddust 990, en 600 létust. Á sama tíma fluttust 290 til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 370 umfram aðflutta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×