Innlent

Munnmök nýi góða nótt kossinn

Samúel Karl Ólason skrifar
"Það eru gerðar tilteknar kröfur um ákveðna kynhegðun og svo framvegis. Sem að þau upplifa sem að þau þurfa að gera ef að enginn kemur og segir: Þetta er ekki í lagi.“
"Það eru gerðar tilteknar kröfur um ákveðna kynhegðun og svo framvegis. Sem að þau upplifa sem að þau þurfa að gera ef að enginn kemur og segir: Þetta er ekki í lagi.“ Vísir/Getty
„Mörkin í kynlífi ungs fólks eru að færast til. Munnmök eru nýi góða nótt kossinn hjá mörgum á menntaskólaaldri og valdamisræmi er á stöðu kynjanna,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari í Borgarholtsskóla sem vill kynjafræði í alla skóla. Sindri ræddi við Hönnu og fjóra nemendur hennar í gær.

Nemendurnir ræða kynlíf og kynhegðun og það er að mörgu að huga. Pressan er mikil.

„Það er virðing sem þú öðlast ef þú byrjar að stunda kynlíf. En aftur á móti máttu ekki sofa hjá of mörgum. Þá ertu orðin drusla. Það eru bara stelpurnar,“ segir Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir. „Ef strákarnir sofa hjá mörgum eru þeir orðnir töffarar, folar og eitthvað svona.“

Hanna Björg segir að Pressan hafi aukist vegna klámvæðingarinnar og að ungt fólk stundi kynlíf í meira mæli. Hennar markmið er að gera þau betur í stakk búin til að bregðast við skaðlegum áhrifum í menningunni.

„Það eru gerðar tilteknar kröfur um ákveðna kynhegðun og svo framvegis. Sem að þau upplifa sem að þau þurfa að gera ef að enginn kemur og segir: Þetta er ekki í lagi.“

Innslag Sindra í Ísland í dag má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×