Innlent

Vekja athygli á fjölbreyttum birtingarmyndum mismunandi sjónskerðinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Andllit átaksins er Unnur Þöll Benedikstsdóttir,  sjónskertur nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni.
Andllit átaksins er Unnur Þöll Benedikstsdóttir, sjónskertur nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni.
Blindrafélagið hleypti í dag af stað kynningarátakinu Blindir Sjá. Það var gert við troðfullan hátíðarsal Menntaskólans í Hamrahlið. Bergvin Oddson, formaður Blindrafélagsins, flutti ávarp og eftir það var nýtt kynningarmyndband átaksins frumsýnt.

Blindir sjá er ætlað að vekja athygli á fjölbreyttum birtingarmyndum mismunandi sjónskerðinga. Á vef Blindrafélagsins segir að það að vera blindur sé ekki eingöngu á/af ástand, full sjón eða engin sjón. Rétt sé að langflestir sjái eitthvað.

„Gert hefur verið stutt kynningarmyndband sem sýnir í gegnum mismunandi sjónskerðingarhermun hvernig ung sjónskert manneskja gæti upplifað ýmislegt af því sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur. Svo sem eins og að koma sér á fætur á morgnanna, fara í fallhlífarstökk, vera á tónleikum, fara í sund og kyssa. Myndskeiðinu er meðal annars ætlað að leiðrétta þær ranghugmyndir að tilvera blindra og sjónskertra sé öll svört.“

Auk þess að sýna myndbandið víð verða settar upp filmur á klósett í skólum landsins og þar verður hægt að spegla sig í gegnum mismunandi tegundir af sjónskerðingu. Þá mun filmum sem hægt er að setja á myndavélar á símum og veita þannig sjónskerta sýn í gegnum símann verða dreift í skólum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×