Innlent

Óska eftir fundi um miðbæjarskipulag bæjarins

Sveinn Arnarsson skrifar
Pétur Bolli Jóhannesson segir að ein ástæða þess að málið var ekki lagt fyrir skipulagsnefnd hafi verið sú að uppdrættir af breytingum á húsinu hafi komið frá sitjandi bæjarfulltrúa.
Pétur Bolli Jóhannesson segir að ein ástæða þess að málið var ekki lagt fyrir skipulagsnefnd hafi verið sú að uppdrættir af breytingum á húsinu hafi komið frá sitjandi bæjarfulltrúa. Vísir/Auðunn
Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur krafist þess að haldinn verði aukabæjarstjórnarfundur næstkomandi þriðjudag. Hafa bæjarfulltrúar minnihlutans sent forseta bæjarstjórnar bréf þess efnis. Óskað er eftir að ræða afgreiðslu skipulagsnefndar á byggingarleyfi Hafnarstrætis 106 í göngugötunni og framtíðarsýn varðandi miðbæjarskipulagið á Akureyri.

Skipulagsstjóri, Pétur Bolli Jóhannesson, gaf út byggingarleyfi til eigenda Hafnarstrætis 106, án þess að ráðfæra sig við skipulagsnefnd. Í nýju miðbæjarskipulagi er lagt til að húsið víki.

Pétur Bolli skipulagsstjóri segir í greinargerð um málið sem birtist í fundargerð síðasta fundar skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða.

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að fundurinn verði haldinn næstkomandi þriðjudag,“ segir Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×