Innlent

Tíu daga biðtími er liðinn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir
„Tíu daga biðtími vegna útboða í byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er nú liðinn og bárust engar athugasemdir við framkvæmd útboðsins,“ segir á vef Framkvæmdasýslu ríkisins. Framkvæmdir hefjast næstu daga.

Fyrst verður byggingarsvæðið girt af, en við það lokast meðal annars fjórar bílastæðaraðir milli Brynjólfsgötu og Gömlu Loftskeytastöðvarinnar við Suðurgötu í Reykjavík.

Eykt ehf. var með lægsta boð í verkið, tæplega 1,4 milljarða króna, eða 97,3 prósent af kostnaðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×