Jón Orri missir af lokaumferðunum | Annað glerbrot dregið úr hæl Tómasar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 06:00 Tómas verst Finni Atla Magnússyni, leikmanni KR, í bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira