Jón Orri missir af lokaumferðunum | Annað glerbrot dregið úr hæl Tómasar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 06:00 Tómas verst Finni Atla Magnússyni, leikmanni KR, í bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira