Innlent

Heillaðist af hörpunni

Linda Blöndal skrifar
Solon Walker Brooksson er ellefu ára hörpuleikari.
Solon Walker Brooksson er ellefu ára hörpuleikari. Stöð 2
Ellefu ára hörpuleikari segir hörpuna hafa heillað sig svo mikið að hann hætti við að verða rokkari og að læra á rafmagnsgítar. Stöð 2 hitti Solon Walker Brooksson, ungan tónlistarmann í Hörpu í dag sem er meðal 80 ungra og upprennandi tónlistarmanna sem spila á Skrautnótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Reykjavík á morgun í Hörpu. 



Fáir strákar velja hörpuna 

Einungis tveir strákar æfa hörpuleik hér á landi og er Solon annar þeirra. Hann æfir fyrir hátíðina á morgun en þrjú ár eru síðan hann hóf að spila á þetta fallega hljóðfæri sem hann kynntist í tónlistarskólanum sínum. 



Hætti við hanakambinn og byrjaði að æfa 

Aðspurður hvers vegna hann valdi hörpuna framyfir önnur hljóðfæri sagði Solon að hljómurinn væri einfaldlega svo fallegur. „Mér finnst hún bara vera svo falleg. Maður mátti prufa alls konar hljóðfæri í Do re mí tónlistarskólanum. Ég ætlaði fyrst að læra á rafmagnsgítar og verða rokkari með bláan hanakamb. Það er það sem ég ætlaði fyrst að gera", sagði Solon hlæjandi. „En ég bara hætti við það. Mér fannst bara tónarnir vera mjög fallegir í hörpunni og bara byrjaði að æfa". 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×