Svar við opnu bréfi Jóns Geralds Sullenberger Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Ég þakka þér áhugann sem þú sýnir Al Thani-málinu í opnu bréfi 30. apríl sl. í tilefni af grein sem ég birti í Fréttablaðinu. Ég hef eins og þú sjálfur, lesið dóm Hæstaréttar og var ólíkt þér viðstödd málflutning bæði fyrir Hæstarétti og héraðsdómi og las yfir varnir málsins. Misskilningur þinn á atvikum málsins er ekki einsdæmi, en hans hefur gætt jafnt hjá fjölmiðlum sem almenningi. Áhugaleysið og þöggunin er þó mun verri, jafnvel þótt undir séu jafn mikilvæg álitaefni og vinnubrögð dómstóla og þar með réttaröryggi okkar allra. Því fagna ég þínum áhuga af einlægni.1. Í bréfinu birtir þú kafla úr umtöluðu samtali Eggerts Hilmarssonar, starfsmanns Kaupþings í Lúxemborg, og Bjarnfreðs Ólafssonar lögmanns, sem vel að merkja var ráðgjafi Eggerts f.h. bankans í þessu máli en ekki Ólafs, eins og Hæstiréttur heldur ranglega fram. Í samtalinu var Al Thani-málið til umræðu og segist Bjarnfreður hafa borið tiltekna hluti undir „Óla” og hefur staðfest að þar eigi hann við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann og sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Þú virðist hins vegar falla í sömu gryfju og Hæstiréttur og dregur þá ályktun að þar sem Ólafur er nefndur á nafn á öðrum stað í símtalinu, þá sanni það að hér sé einnig sé átt við hann. Ég veit ekki hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu, því hún er alröng og það er ekkert í gögnum málsins sem styður hana. Þvert á móti þá hefur Bjarnfreður staðfest fyrir dómi að hann hafi ekki rætt við eiginmann minn um efni viðskiptanna.2. Í símtalinu velta þeir Eggert og Bjarnfreður vöngum yfir meintri hlutdeild Ólafs í hagnaði af viðskiptunum. Eggert telur að Ólafur eigi að fá „sinn part í kökunni“ og Bjarnfreður étur það upp eftir honum. Eggert hefur ekki getað skýrt hvers vegna hann dró þá ályktun og var margsaga um það fyrir dómi. Hann staðfesti þó að hann hafði engin fyrirmæli í þá veru frá eiginmanni mínum, eins og öll önnur vitni, og viðurkenndi að hann vantaði heildarmyndina af viðskiptunum.3. Þú spyrð til hvaða Ólafs starfsmenn Kaupþings voru að vísa, í tölvupósti þar sem þeir veltu fyrir sér hvaða „samning ÓÓ gerir við sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum“. Í vitnaleiðslum staðfestu þeir allir að þeir hefðu ekkert haft fyrir sér um þetta, heldur væru þetta einungis þeirra vangaveltur. Er ekki allsérstakt að þrátt fyrir gríðarlegt magn gagna, símtala og tölvupósta sem lagt var hald á við rannsókn málsins þá liggur ekki fyrir neitt sem bendir til þess að eiginmaður minn hafi átt að fá hlutdeild í þessum hagnaði? Er það hugsanlega vegna þess að svo var einmitt ekki?4. Þú spyrð hvort Ólafur hafi verið skráður eigandi að Gerland Assets sem tók þátt í fjármögnun viðskiptanna „án hans samþykkis“. Svarið er nei og ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara þar. Það liggur fyrir hver aðkoma þess félags var og um það er ekki deilt í málinu.5. Þú spyrð hvort rétt sé að eiginmaður minn hafi hringt í Kaupþing í Lúxemborg eftir fall bankans og óskað eftir að ábyrgðir Al Thani yrðu felldar niður. Nei, svo var ekki. Eftir fall bankans, þegar ljóst var að hlutabréfin í Kaupþingi sem Al Thani hafði keypt voru verðlaus, náði Al Thani sjálfur samkomulagi við Kaupþing um að hann greiddi jafnvirði fjögurra milljarða króna og gerði þannig upp skuld sína.6. Þú spyrð hvers vegna Al Thani hafi ekki komið fyrir dóminn og borið vitni um sakleysi Ólafs og nefnir að hann hafi talið sig blekktan. Ég get ekki svarað fyrir þá Al Thani-frændur og ákæruvaldið hefur neitað að afhenda öll samskipti sín við þá. Verjendur málsins fóru ítrekað fram á að Al Thani kæmi fyrir dóminn, en embætti sérstaks saksóknara fylgdi því ekki eftir, heldur lét sér nægja að taka viðtal við þá í London þar sem verjendur fengu ekki að vera viðstaddir. Skýrslan sem Al Thani gaf þar staðfestir hins vegar að Ólafur átti ekki að fá hlutdeild í hagnaði af viðskiptunum og það skýrir eflaust áhugaleysi ákæruvaldsins á frekari vitnisburði þeirra. Samkomulag Al Thani við bankann staðfestir að hann taldi sig ekki hafa verið blekktan.7. Þú spyrð af hverju eiginmaður minn hafi tekið að sér að greiða vexti sem Al Thani skuldaði Kaupþingi fyrst hann „kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sheiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram“. Það hef ég raunar aldrei sagt og undrast ég að þú kjósir að hafa rangt eftir mér. Þvert á móti þá kemur fram í grein minni að Ólafur hafði mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessum viðskiptum, sem var að nýta sín viðskiptasambönd í þágu Kaupþings, sem varð svo til þess að viðskiptin komust á. Þér til upplýsingar þá lét sérstakur saksóknari þess sérstaklega getið við meðferð málsins í héraði að framburður Ólafs um aðkomu hans hefði verið stöðugur frá upphafi. En til að svara spurningu þinni þá tók Ólafur að sér að greiða vexti sem Al Thani skuldaði í íslenskum krónum og Al Thani átti ekki tiltækar á þeim tímapunkti. Þá skuld hefur hann endurgreitt. Jón Gerald, ég vona að þessi svör varpi frekara ljósi á málið og létti af þér þeirri tortryggni sem mér finnst gæta í bréfi þínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég þakka þér áhugann sem þú sýnir Al Thani-málinu í opnu bréfi 30. apríl sl. í tilefni af grein sem ég birti í Fréttablaðinu. Ég hef eins og þú sjálfur, lesið dóm Hæstaréttar og var ólíkt þér viðstödd málflutning bæði fyrir Hæstarétti og héraðsdómi og las yfir varnir málsins. Misskilningur þinn á atvikum málsins er ekki einsdæmi, en hans hefur gætt jafnt hjá fjölmiðlum sem almenningi. Áhugaleysið og þöggunin er þó mun verri, jafnvel þótt undir séu jafn mikilvæg álitaefni og vinnubrögð dómstóla og þar með réttaröryggi okkar allra. Því fagna ég þínum áhuga af einlægni.1. Í bréfinu birtir þú kafla úr umtöluðu samtali Eggerts Hilmarssonar, starfsmanns Kaupþings í Lúxemborg, og Bjarnfreðs Ólafssonar lögmanns, sem vel að merkja var ráðgjafi Eggerts f.h. bankans í þessu máli en ekki Ólafs, eins og Hæstiréttur heldur ranglega fram. Í samtalinu var Al Thani-málið til umræðu og segist Bjarnfreður hafa borið tiltekna hluti undir „Óla” og hefur staðfest að þar eigi hann við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann og sérfræðing í kauphallarviðskiptum. Þú virðist hins vegar falla í sömu gryfju og Hæstiréttur og dregur þá ályktun að þar sem Ólafur er nefndur á nafn á öðrum stað í símtalinu, þá sanni það að hér sé einnig sé átt við hann. Ég veit ekki hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu, því hún er alröng og það er ekkert í gögnum málsins sem styður hana. Þvert á móti þá hefur Bjarnfreður staðfest fyrir dómi að hann hafi ekki rætt við eiginmann minn um efni viðskiptanna.2. Í símtalinu velta þeir Eggert og Bjarnfreður vöngum yfir meintri hlutdeild Ólafs í hagnaði af viðskiptunum. Eggert telur að Ólafur eigi að fá „sinn part í kökunni“ og Bjarnfreður étur það upp eftir honum. Eggert hefur ekki getað skýrt hvers vegna hann dró þá ályktun og var margsaga um það fyrir dómi. Hann staðfesti þó að hann hafði engin fyrirmæli í þá veru frá eiginmanni mínum, eins og öll önnur vitni, og viðurkenndi að hann vantaði heildarmyndina af viðskiptunum.3. Þú spyrð til hvaða Ólafs starfsmenn Kaupþings voru að vísa, í tölvupósti þar sem þeir veltu fyrir sér hvaða „samning ÓÓ gerir við sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum“. Í vitnaleiðslum staðfestu þeir allir að þeir hefðu ekkert haft fyrir sér um þetta, heldur væru þetta einungis þeirra vangaveltur. Er ekki allsérstakt að þrátt fyrir gríðarlegt magn gagna, símtala og tölvupósta sem lagt var hald á við rannsókn málsins þá liggur ekki fyrir neitt sem bendir til þess að eiginmaður minn hafi átt að fá hlutdeild í þessum hagnaði? Er það hugsanlega vegna þess að svo var einmitt ekki?4. Þú spyrð hvort Ólafur hafi verið skráður eigandi að Gerland Assets sem tók þátt í fjármögnun viðskiptanna „án hans samþykkis“. Svarið er nei og ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara þar. Það liggur fyrir hver aðkoma þess félags var og um það er ekki deilt í málinu.5. Þú spyrð hvort rétt sé að eiginmaður minn hafi hringt í Kaupþing í Lúxemborg eftir fall bankans og óskað eftir að ábyrgðir Al Thani yrðu felldar niður. Nei, svo var ekki. Eftir fall bankans, þegar ljóst var að hlutabréfin í Kaupþingi sem Al Thani hafði keypt voru verðlaus, náði Al Thani sjálfur samkomulagi við Kaupþing um að hann greiddi jafnvirði fjögurra milljarða króna og gerði þannig upp skuld sína.6. Þú spyrð hvers vegna Al Thani hafi ekki komið fyrir dóminn og borið vitni um sakleysi Ólafs og nefnir að hann hafi talið sig blekktan. Ég get ekki svarað fyrir þá Al Thani-frændur og ákæruvaldið hefur neitað að afhenda öll samskipti sín við þá. Verjendur málsins fóru ítrekað fram á að Al Thani kæmi fyrir dóminn, en embætti sérstaks saksóknara fylgdi því ekki eftir, heldur lét sér nægja að taka viðtal við þá í London þar sem verjendur fengu ekki að vera viðstaddir. Skýrslan sem Al Thani gaf þar staðfestir hins vegar að Ólafur átti ekki að fá hlutdeild í hagnaði af viðskiptunum og það skýrir eflaust áhugaleysi ákæruvaldsins á frekari vitnisburði þeirra. Samkomulag Al Thani við bankann staðfestir að hann taldi sig ekki hafa verið blekktan.7. Þú spyrð af hverju eiginmaður minn hafi tekið að sér að greiða vexti sem Al Thani skuldaði Kaupþingi fyrst hann „kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sheiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram“. Það hef ég raunar aldrei sagt og undrast ég að þú kjósir að hafa rangt eftir mér. Þvert á móti þá kemur fram í grein minni að Ólafur hafði mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessum viðskiptum, sem var að nýta sín viðskiptasambönd í þágu Kaupþings, sem varð svo til þess að viðskiptin komust á. Þér til upplýsingar þá lét sérstakur saksóknari þess sérstaklega getið við meðferð málsins í héraði að framburður Ólafs um aðkomu hans hefði verið stöðugur frá upphafi. En til að svara spurningu þinni þá tók Ólafur að sér að greiða vexti sem Al Thani skuldaði í íslenskum krónum og Al Thani átti ekki tiltækar á þeim tímapunkti. Þá skuld hefur hann endurgreitt. Jón Gerald, ég vona að þessi svör varpi frekara ljósi á málið og létti af þér þeirri tortryggni sem mér finnst gæta í bréfi þínu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun