Innlent

Borgar­ráð sam­einast í and­stöðu við makríl­frum­varpið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgarráð hafi sameinast þvert á flokka í andstöðu sinni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgarráð hafi sameinast þvert á flokka í andstöðu sinni. Vísir/Arnþór
Borgarráð sameinaðist þvert á flokka í andstöðu sinni við makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra á fundi sínum í gær. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í vikulegu fréttabréfi sínu.



Reykjavíkurborg fékk frumvarpið til umsagnar en samkvæmt því er útgerðarfyrirtækjum útdeilt kvóta til sex ára sem framlengist um eitt ár í einu. Ekki er hægt að draga úthlutunina til baka nema með sex ára fyrirvara. 



Í umsögn Reykjavíkurborgar segir meðal annars: „Í frumvarpinu er hvergi sett fram sú sjálfsagða grundvallarforsenda að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Ef þess hefði verið gætt hefði það þýtt að þegar aflaheimildir á grundvelli frumvarpsins væru skoðaðar myndi sú ráðstöfun aldrei mynda eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim.“



Dagur bendir á í fréttabréfi sínu að rúmlega 30 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á forseta Íslands um að synja lögunum staðfestingar. „Og hvet ég alla til að gera það,“ skrifar borgarstjórinn.


Tengdar fréttir

Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi

Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×