Lífið

Dýrasta hús í heiminum fer á 66 milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið verður klárt eftir um tuttugu mánuði.
Húsið verður klárt eftir um tuttugu mánuði. vísir
Upp á hæð í Los Angeles í Bandaríkjunum er verið að byggja eitt stærsta hús í landinu. Það verður bráðlega sett á sölu og er verðmiðinn 500 milljónir Bandaríkjadalir eða því sem samsvarar rúmlega 66 milljarðar íslenskra króna.

„Húsið verður með öllum þeim þægindum sem mögulegt er að hugsa sér,“ segir Nile Niami, kvikmyndaframleiðandi og fjárfestir, en hann stendur fyrir því að reisa húsið. 

Penthouse íbúð í London seldist á 221 milljónir Bandaríkjadala eða um 30 milljarðar íslenskar árið 2011 og er því dýrasta eign í heiminum sem hefur selst. Niami þarf því að tvöfalda metið ef hann ætlar sér að selja húsið á 500 milljónir dollara. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×