Innlent

Norðmenn geta unnið meira í Víkingalottó en Íslendingar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sér norskur pottur bættist við vinning stálheppins Norðmanns sem var með allar tölurnar réttar í Víkingalottó vikunnar.
Sér norskur pottur bættist við vinning stálheppins Norðmanns sem var með allar tölurnar réttar í Víkingalottó vikunnar. Vísir/Valli
Stálheppinn norskur lottóspilari vann um 730 milljónir króna í Víkingalottói vikunnar. Það er um 300 milljónum krónum meira en Íslendingur hefði getað unnið með sömu tölur. Ástæðan er sú að Norðmenn eru með sérstakan bónuspott.

Tilkynning Íslenskrar getspár um vinning norska spilarans hefur vakið athygli en glöggir Íslendingar sem lesa norska fjölmiðla komu auga á þennan 300 milljóna króna mismun á vinningsupphæðinni sem greint var frá í fjölmiðlum milli landa.

Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár, segir það ekki vera þannig að Norðmenn fái stærra hluta af Víkingalottó-pottinum en aðrar þjóðir.

„Fyrsti vinningur með ofurtölunni var 427 milljónir en Norðmenn eru með sérstakan pott. Ef að Norðmaður vinnur fyrsta vinning með ofurtölunni fær hann viðbótarpottinn,“ útskýrir hún. „Þetta er sér norskur pottur sem þeir bæta við.“

Inga Huld bendir á að bónusvinningurinn sé til að mynda aðeins fyrir íslenska þátttakendur. Það er þegar Íslendingur er með fimm réttar tölur og bónustöluna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×