Nær fjórða hvert barn þarf sérfræðiaðstoð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2015 11:00 Árangur af námskeiðum fyrir börn sem þjást af kvíða og depurð hefur verið góður. vísir/getty Um 250 níundubekkingum í grunnskólunum í Breiðholti hefur verið boðið að koma á námskeið vegna depurðar eða kvíða frá árinu 2008. Foreldrum barnanna hefur einnig verið boðin ráðgjöf. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri skólaþjónustu leik- og grunnskóla í Breiðholti, segir skimanir sýna að mörgum börnum líði illa. „Við höfum skimað eftir kvíða og depurð hjá yfir 1.200 krökkum í níunda bekk. Skimist þeir yfir ákveðnum mörkum hringjum við í foreldra þeirra og bjóðum upp á viðtal, námskeið og önnur úrræði þjónustumiðstöðvarinnar.“ Að sögn Hákonar sýndu tölur frá því í júní í fyrra að 23 prósent barna í grunnskólunum fimm í Breiðholti þyrftu á einhvers konar sérfræðiaðstoð að halda og 17 prósent leikskólabarna. Hann kveðst ekki vita hvernig staðan sé í öðrum hverfum en viðmiðið sé að venjulega þurfi tíu til þrettán prósent grunnskólabarna sérfræðiaðstoð.Hákon SigursteinssonÁstæðurnar fyrir þessari miklu þörf geta verið margar, bæði félagslegar og menningarlegar. „Þegar erindi berst til okkar frá skólunum setjum við málið í ákveðinn farveg. Við byrjum á því að vinna úr gögnum sem fylgja tilvísun frá skólanum og skoðum hvað þar hafi þegar verið gert. Síðan er tekin sameiginleg ákvörðun með skóla og foreldrum um hver næstu skref verði út frá því sem fyrir liggur. Hér starfa kennsluráðgjafar, talmeinafræðingur og hegðunarráðgjafi. Stundum er niðurstaðan sú að barn þurfi á svokallaðri frumgreiningu að halda hjá sálfræðingi en hún er nauðsynleg áður en vísað er á aðrar stofnanir,“ segir Hákon. Bið eftir slíkri greiningu hjá skólaþjónustunni í Breiðholti er nú talsvert á þriðja ár en reynt er að forgangsraða þegar grunur vaknar um alvarlega röskun eða fötlun, að því er Hákon greinir frá. Sveitarfélög hafa borið ábyrgð á skólaþjónustu frá 1996. Reglugerðin var endurskoðuð 2010. „Hún gerði þá miklu meiri kröfur til þjónustunnar sem ekki var fylgt eftir með fjármagni. Við óskuðum eftir viðbótarfjármagni í fyrra til að grynnka á biðlistanum en fengum ekki. Borgin þarf að koma með peninga eða við hér innanhúss sem við höfum reyndar gert. Ástandið er ekki gott.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Um 250 níundubekkingum í grunnskólunum í Breiðholti hefur verið boðið að koma á námskeið vegna depurðar eða kvíða frá árinu 2008. Foreldrum barnanna hefur einnig verið boðin ráðgjöf. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri skólaþjónustu leik- og grunnskóla í Breiðholti, segir skimanir sýna að mörgum börnum líði illa. „Við höfum skimað eftir kvíða og depurð hjá yfir 1.200 krökkum í níunda bekk. Skimist þeir yfir ákveðnum mörkum hringjum við í foreldra þeirra og bjóðum upp á viðtal, námskeið og önnur úrræði þjónustumiðstöðvarinnar.“ Að sögn Hákonar sýndu tölur frá því í júní í fyrra að 23 prósent barna í grunnskólunum fimm í Breiðholti þyrftu á einhvers konar sérfræðiaðstoð að halda og 17 prósent leikskólabarna. Hann kveðst ekki vita hvernig staðan sé í öðrum hverfum en viðmiðið sé að venjulega þurfi tíu til þrettán prósent grunnskólabarna sérfræðiaðstoð.Hákon SigursteinssonÁstæðurnar fyrir þessari miklu þörf geta verið margar, bæði félagslegar og menningarlegar. „Þegar erindi berst til okkar frá skólunum setjum við málið í ákveðinn farveg. Við byrjum á því að vinna úr gögnum sem fylgja tilvísun frá skólanum og skoðum hvað þar hafi þegar verið gert. Síðan er tekin sameiginleg ákvörðun með skóla og foreldrum um hver næstu skref verði út frá því sem fyrir liggur. Hér starfa kennsluráðgjafar, talmeinafræðingur og hegðunarráðgjafi. Stundum er niðurstaðan sú að barn þurfi á svokallaðri frumgreiningu að halda hjá sálfræðingi en hún er nauðsynleg áður en vísað er á aðrar stofnanir,“ segir Hákon. Bið eftir slíkri greiningu hjá skólaþjónustunni í Breiðholti er nú talsvert á þriðja ár en reynt er að forgangsraða þegar grunur vaknar um alvarlega röskun eða fötlun, að því er Hákon greinir frá. Sveitarfélög hafa borið ábyrgð á skólaþjónustu frá 1996. Reglugerðin var endurskoðuð 2010. „Hún gerði þá miklu meiri kröfur til þjónustunnar sem ekki var fylgt eftir með fjármagni. Við óskuðum eftir viðbótarfjármagni í fyrra til að grynnka á biðlistanum en fengum ekki. Borgin þarf að koma með peninga eða við hér innanhúss sem við höfum reyndar gert. Ástandið er ekki gott.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira