Innlent

Lá við stórbruna á Kjalarnesi

Minnstu munaði að stórbruni yrði í Grundarhverfi á Kjalarnesi laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar eldur kviknaði í mannlaulsum jeppa og hvass vindur bar eldtungurnar í átt að nálægum húsum.

Jeppinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og dró logandi bílinn strax frá húsinu, sem hann stóð við þannig að eldurinn náði ekki að læsa sig í húsið eða nálægar byggingar. Greiðlega gekk svo að slökkva eldinn. Einhverjar skemmdir urðu þó á húsinu sem hann stóð við og sömuleiðis á bíl, sem stóð við hliðina á honum. Eldsupptök eru ókunn, en flakið var til öryggis fjarlægt með kranabíl.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×