Innlent

Ágúst aðeins ráðinn tímabundið í sérstök verkefni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Bragi hefur fengið Ágúst Bjarna til liðs við sig í ráðuneytinu.
Gunnar Bragi hefur fengið Ágúst Bjarna til liðs við sig í ráðuneytinu. Vísir/kristinn
Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn til að sinna tímabundnum verkefnum á skrifstofu utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar.

Ráðning Ágústs Bjarna stendur í einn mánuð og hóf  hann störf í gær en þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Hann mun ekki starfa sem aðstoðarmaður ráðherra. 

Sjá einnig: Utanríkisráðherra fær liðsauka

Ágúst Barni er 27 ára stjórnmálafræðingur að mennt og leggur nú stund á MPM nám við Háskólann í Reykjavik. Hann er jafnframt formaður Sambands ungra framsóknarmanna og oddviti flokksins í Hafnarfirði.

Gunnar Bragi er með einn aðstoðarmann, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Þar til nýverið var Margrét Gísladóttir einnig aðstoðarmaður hans en hún lét af störfum í janúar eftir að hafa verið í tímabundnum verkefnum fyrir forsætisráðuneytið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×