Mannleg mistök ollu því að varðskipið Þór hélt vöku fyrir Vesturbæingum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2015 14:15 Landhelgisgæslan biðst afsökunar á að hafa raskað nætursvefni fjölda fólks. Vísir/Daníel/Getty „Hvað á að þýða að vekja borgina með því að blása stanslaust í skipsflautu,“ spurði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason þegar klukkan var gengin 21 mínútur í fjögur í nótt og ljóst að margir Vesturbæingar vöknuðu við þennan hávaða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði frá því í dagbók sinni að ítrekaðar tilkynningar hefðu borist um háværa skipsflautu frá Reykjavíkurhöfn og ástæðan sögð vera bilun í brunakerfi í skipi í Reykjavíkurhöfn. Það sem var ósagt í þessu máli er að umrætt skip er varðskipið Þór og var ekki um bilun í brunakerfi að ræða heldur ollu mannleg mistök þessum hávaða.Post by Egill Helgason.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.„Eldvarnakerfi skipsins er tengt við skipsflautuna og sú tenging er virkjuð meðan skipið er úti á sjó. Svo er það bara í gátlista þegar komið er í höfn að aftengja kerfið og það bara láðist, mannleg mistök,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Þegar klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur í nótt var stjórnstöð Landhelgisgæslunnar látin vita af Neyðarlínunni og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að fjöldi fólks hefði kvartað undan skipsflautu. Fjórum mínútum síðar, eða klukkan 03:29, var búið að ná í vaktmann Landhelgisgæslunnar sem hafði slökkt á brunakerfinu. Í dagbók lögreglunnar er umrætt tilvik skrásett klukkan 03:18 þannig að ekki er úr vegi að áætla að heyrst hafi í skipsflautunni í rúmlega tíu mínútur í nótt. Ásgrímur segist geta vel trúað því að töluverður hávaði hafi borist frá varðskipinu Þór á meðan þessu stóð. „Það hefur verið svolítið kyrrt í nótt þannig að ég get alveg trúað því að það hafi verið hávaði í Vesturbænum í nótt. Þannig að við biðjum Vesturbæinga afsökunar.“Meðfylgjandi myndband var tekið upp á Ásvallagötunni í nótt. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
„Hvað á að þýða að vekja borgina með því að blása stanslaust í skipsflautu,“ spurði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason þegar klukkan var gengin 21 mínútur í fjögur í nótt og ljóst að margir Vesturbæingar vöknuðu við þennan hávaða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði frá því í dagbók sinni að ítrekaðar tilkynningar hefðu borist um háværa skipsflautu frá Reykjavíkurhöfn og ástæðan sögð vera bilun í brunakerfi í skipi í Reykjavíkurhöfn. Það sem var ósagt í þessu máli er að umrætt skip er varðskipið Þór og var ekki um bilun í brunakerfi að ræða heldur ollu mannleg mistök þessum hávaða.Post by Egill Helgason.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.„Eldvarnakerfi skipsins er tengt við skipsflautuna og sú tenging er virkjuð meðan skipið er úti á sjó. Svo er það bara í gátlista þegar komið er í höfn að aftengja kerfið og það bara láðist, mannleg mistök,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Þegar klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur í nótt var stjórnstöð Landhelgisgæslunnar látin vita af Neyðarlínunni og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að fjöldi fólks hefði kvartað undan skipsflautu. Fjórum mínútum síðar, eða klukkan 03:29, var búið að ná í vaktmann Landhelgisgæslunnar sem hafði slökkt á brunakerfinu. Í dagbók lögreglunnar er umrætt tilvik skrásett klukkan 03:18 þannig að ekki er úr vegi að áætla að heyrst hafi í skipsflautunni í rúmlega tíu mínútur í nótt. Ásgrímur segist geta vel trúað því að töluverður hávaði hafi borist frá varðskipinu Þór á meðan þessu stóð. „Það hefur verið svolítið kyrrt í nótt þannig að ég get alveg trúað því að það hafi verið hávaði í Vesturbænum í nótt. Þannig að við biðjum Vesturbæinga afsökunar.“Meðfylgjandi myndband var tekið upp á Ásvallagötunni í nótt.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira