Innlent

Laug ráni upp á fimm Íslendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga mannsins átti ekki við nein rök að styðjast.
Saga mannsins átti ekki við nein rök að styðjast. vísir/ktd
„Það var ekkert hæft í því sem maðurinn sagði upphaflega,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. 

Í morgun barst lögreglu tilkynning frá erlendum ferðamanni sem kvaðst hafa verið rændur, greiðslukort tekið og hann neyddur til að gefa upp pin-númer. Frásögn mannsins reyndist vera hreinn uppspuni og því var málið fljótlega afgreitt. 

„Málið er upplýst og hefur verið afgreitt en þetta varð í raun aldrei neitt mál.“ Það er því ljóst að lögreglan varði tíma sínum í mál sem ekkert var hæft í. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að strax hafi verið hafist handa við rannsókn málsins enda bar tilkynningin með sér að um alvarlegt mál væri að ræða.



Sjá einnig: Fimm réðust á ferðamann og rændu í miðborginni

Eftir því sem málið var rannsakað kom í ljós að tilkynningin reyndist ekki í samræmi við endanlega frásögn mannsins og málið því ekki eins alvarlegt og fyrst var talið. Málið telst upplýst og rannsókn lögreglu lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×