Innlent

Háskólamenn boða til verkfalla

Samúel Karl Ólason skrifar
Páll Halldórsson, formaður BHM.
Páll Halldórsson, formaður BHM. Vísir/Pjetur
Alls hafa sautján aðildarfélög Bandalags Háskólamanna samþykkt að boða til verkfalla eftir páska. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag. Með þeirri niðurstöðu hafa félagsmenn hafnað tilboði ríkisins um lausn á kjaradeilunni.

Samkvæmt tilkynningu frá BHM vilja þeir að stjórnvöld sendi skýr skilaboð út í samfélagið með því að ganga til til samninga sem sýni að menntun sé metin til launa. Á morgun mun BHM tilkynna fjármála- og efnahagsráðherra, forstöðumönnum fimm ríkisstofnana og ríkissáttasemjara um að verkföll félagsmanna bandalagsins muni hefjast í vikunni eftir páska.

Heildarþátttaka í kosningunum var um 80 prósent og samþykktu flest félögin verkfallsaðgerðir með í kringum 90 prósent atkvæða.

Verkföllin hefjast í 7. apríl með mismunandi útfærslum:

LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga).

FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga).

Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl.

Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst).

FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl

Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl.

Fjársýslan –FHSS  tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015.

Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×