Innlent

Drengir frekar lagðir í einelti í Austurríki en Svíþjóð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sjö prósent íslenskra drengja sögðust hafa orðið fyrir einelti.
Sjö prósent íslenskra drengja sögðust hafa orðið fyrir einelti. Vísir/Getty Images
Hæsta hlutfall drengja sem lagðir eru í einelti í Evrópu og Norður-Ameríku er í Austurríki. Lægsta hlutfallið er aftur á móti í Svíþjóð. Ísland er frekar neðarlega á listanum sem kemur fram í nýlegri skýrslu OECD.



Tölurnar eru síðan árið 2010 en þar kemur fram að 21 prósent drengja í Austurríki á aldrinum 11-15 segjast hafa verið lagðir í einelti. Hlutfallið er 7 prósent á Íslandi en 4 prósent í Svíþjóð. Meðaltal allra OECD ríkjanna er 11 prósent.



Gögnin í skýrslu OECD koma frá WHO, sem spurði börn, bæði stelpur og stráka, á aldrinum 11, 13 og 15 ára voru spurð hvort þau hefðu orðið fyrir einelti í skólanum oftar en einu sinni á síðustu mánuðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×