Vilja að ríkið komi að málefnum Grímseyjar Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2015 22:22 Vísir/Pjetur Hverfisráð Grímseyjar hélt íbúafund í Félagsheimilinu Múla í Grímsey í gær. Fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar, Byggðastofnunar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar voru sérstaklega boðaðir á fundinn. Á fundinum var rætt um stöðu og möguleika í sjávarútvegi í eyjunni, framtíðarhorfur og þróun byggðar. Á vef Akureyrarbæjar segir að um 40 manns hafi sótt fundinn og að mikill samhugur hafi verið meðal fólks um að finna leiðir til að tryggja blómlega byggð í Grímsey. Fundargestir komust að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að mál þokuðust eitthvað áfram væri að kalla ríkisvaldið, þingmenn og ráðherra að borðinu og knýja fram lausnir á þeim vanda sem við blasir með samhentu átaki allra þeirra sem að málinu koma. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri sagði að hart hefði verið lagt að Byggðastofnun styðja Grímsey með verkefninu Brothættar byggðir. Skýr svör hefðu þó ekki borist. Fulltrúi Byggðarstofnunnar komst ekki á fundinn. „Atvinnulífið hér stendur á einni meginstoð og þegar hriktir í henni þá vofir augljóslega yfir okkur öllum mikil hætta,“ sagði Eiríkur Björn. Hvert áfallið hefur rekið annað í sjávarútvegi í Grímsey, samkvæmt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þorvaldur Lúðvík sagði að reynt hefði verið til þrautar að finna lausn mála með fundum fulltrúa Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar og Íslandsbanka og því yrði haldið áfram. Útgerðarmenn lýstu hálfgerðri stöðnun í sjávarútvegi í Grímsey. „Ég held að við ættum að stefna að því að fá þingmenn til að heimsækja okkur svo þeir átti sig betur á stöðunni og alvarleika málsins,“ sagði Guðrún Gísladóttir útgerðarmaður í Grímsey. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Hverfisráð Grímseyjar hélt íbúafund í Félagsheimilinu Múla í Grímsey í gær. Fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar, Byggðastofnunar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar voru sérstaklega boðaðir á fundinn. Á fundinum var rætt um stöðu og möguleika í sjávarútvegi í eyjunni, framtíðarhorfur og þróun byggðar. Á vef Akureyrarbæjar segir að um 40 manns hafi sótt fundinn og að mikill samhugur hafi verið meðal fólks um að finna leiðir til að tryggja blómlega byggð í Grímsey. Fundargestir komust að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að mál þokuðust eitthvað áfram væri að kalla ríkisvaldið, þingmenn og ráðherra að borðinu og knýja fram lausnir á þeim vanda sem við blasir með samhentu átaki allra þeirra sem að málinu koma. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri sagði að hart hefði verið lagt að Byggðastofnun styðja Grímsey með verkefninu Brothættar byggðir. Skýr svör hefðu þó ekki borist. Fulltrúi Byggðarstofnunnar komst ekki á fundinn. „Atvinnulífið hér stendur á einni meginstoð og þegar hriktir í henni þá vofir augljóslega yfir okkur öllum mikil hætta,“ sagði Eiríkur Björn. Hvert áfallið hefur rekið annað í sjávarútvegi í Grímsey, samkvæmt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þorvaldur Lúðvík sagði að reynt hefði verið til þrautar að finna lausn mála með fundum fulltrúa Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar og Íslandsbanka og því yrði haldið áfram. Útgerðarmenn lýstu hálfgerðri stöðnun í sjávarútvegi í Grímsey. „Ég held að við ættum að stefna að því að fá þingmenn til að heimsækja okkur svo þeir átti sig betur á stöðunni og alvarleika málsins,“ sagði Guðrún Gísladóttir útgerðarmaður í Grímsey.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira