Hátt í fjögur þúsund manns mættu og tóku undir í brekkusöngnum á Írskum dögum á Akranesi í gærkvöldi. Söngvararnir Matti Matt og Magni Ásgeirsson stýrðu brekkusöngnum og tókst þeim vel upp, líkt og sést á meðfylgjandi myndskeiðum sem Friðgeir Bergsteinsson tók upp.