Útvarpslóðin Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2015 08:00 Síðastliðin 17 ár hef ég búið í fjölbýlishúsinu Miðleiti 3. Allan þennan tíma höfum við, sem þar búum, notið góðs útsýnis og dáðst að Útvarpshúsinu og því fallega umhverfi, sem því hefur verið búið. Við munum flest boðskap Birgis Ísleifs borgarstjóra 1974 um ?grænu byltinguna?, þar sem ákveðið var að vernda sem flest gróðursvæði í borgarlandinu og skapa æ fleiri eftir því sem byggð ykist. Við horfðum þá, undir hönd honum, til komandi tíma, er Reykjavík yrði talin með fegurri borgum vegna margra og mikilvægra gróðursvæða, sem yrðu eins og lungu höfuðborgarinnar. Annar kostur grænna svæða er, að þau geta orðið lendingarstaðir hugmynda, sem enginn þekkir í dag, en yrðu mögulega nauðsyn í framtíðinni. En nú er öldin önnur. Útvarpið þarf ekki á sinni stóru lóð að halda, vill selja og Reykjavíkurborg hefur bitið á agnið. Þar er ekki sama framtíðarsýn og þegar Birgir Ísleifur var við völd. Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarpslóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að flytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir steinsteypu og malbiki.Peningalykt Mér finnst peningalykt af þessu. Ég kysi heldur ilm yndis og þjónustu. Á svæðinu frá Hvassaleiti og yfir á Sléttuveg er óvenjustór hluti íbúanna eldri borgarar. Þeir hafa enga aðstöðu til útivistar í nágrenninu aðra en göngustíga. Væri ekki miklu betri kostur til nýtingar á Útvarpslóðinni, að borgin leysti hana til sín og sinnti þar í senn góðri og heilsusamlegri þjónustu fyrir þennan aldurshóp? Ég gæti gjarnan séð fyrir mér velli fyrir pútt, krokket og minigolf. Ég sé þarna einnig fyrir mér fallegan skála fyrir félagsstarf og annan slíkan fyrir dagvist. Það er svo margt hægt að gera þarna, sem hæfir þessum stað miklu betur en það sem nú er fyrirhugað. Verslunarskólanemar, sem lengi hafa nýtt þetta svæði til hreyfingar, myndu þá heldur ekki missa af neinu. Ein af meginrökum fyrir þéttingu byggðar hér er að stytta akstursleiðir. Aukin umferð á reiðhjólum á að fylgja, og þannig á að minnka mengandi útblástur frá þeim vélknúnu tækjum, sem um göturnar fara. Ég held reyndar, að flestir geti séð, að einkabíllinn hverfur ekki. Hann skapar í dag bara tímabundna hættu. Innan tveggja áratuga verða allir bílar rafknúnir eða brenna metani, lífdísli eða einhverju enn öðru, sem framtíðin geymir, og hætta að menga. Þess vegna er í lagi að þenja byggðina eitthvað út. Í ljósi þess, sem ég hef talið hér að ofan, vil ég mótmæla þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á Útvarpslóðinni. Ég veit, að við, sem hér búum, og missum margt, verði þessar fyrirætlanir að veruleika, eigum okkar grenndarrétt. Við bíðum nú frekar óþolinmóð eftir því að yfirvöld kynni okkur tillögur sínar og láti svo lítið að kynna sér okkar sýn á hlutina. Hví ekki að boða til fundar, áður en lengra er haldið? Borgin hefur að undanförnu lofað byggingu þúsunda íbúða fyrir þá sem búa við lág laun. Svæðið, sem hér um ræðir, er eitt af þeim dýrari. Húsaverð og/eða -leiga verða örugglega í hærri kantinum. Þetta þjónar því ekki þeim, sem eru í mestri þörf. Er ekki full þörf á að staldra aðeins við, ekki aðeins vegna Útvarpslóðarinnar, heldur ekki síður vegna miðborgarinnar, áður en túristarnir útrýma okkur, þessum innfæddu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 17 ár hef ég búið í fjölbýlishúsinu Miðleiti 3. Allan þennan tíma höfum við, sem þar búum, notið góðs útsýnis og dáðst að Útvarpshúsinu og því fallega umhverfi, sem því hefur verið búið. Við munum flest boðskap Birgis Ísleifs borgarstjóra 1974 um ?grænu byltinguna?, þar sem ákveðið var að vernda sem flest gróðursvæði í borgarlandinu og skapa æ fleiri eftir því sem byggð ykist. Við horfðum þá, undir hönd honum, til komandi tíma, er Reykjavík yrði talin með fegurri borgum vegna margra og mikilvægra gróðursvæða, sem yrðu eins og lungu höfuðborgarinnar. Annar kostur grænna svæða er, að þau geta orðið lendingarstaðir hugmynda, sem enginn þekkir í dag, en yrðu mögulega nauðsyn í framtíðinni. En nú er öldin önnur. Útvarpið þarf ekki á sinni stóru lóð að halda, vill selja og Reykjavíkurborg hefur bitið á agnið. Þar er ekki sama framtíðarsýn og þegar Birgir Ísleifur var við völd. Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarpslóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að flytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir steinsteypu og malbiki.Peningalykt Mér finnst peningalykt af þessu. Ég kysi heldur ilm yndis og þjónustu. Á svæðinu frá Hvassaleiti og yfir á Sléttuveg er óvenjustór hluti íbúanna eldri borgarar. Þeir hafa enga aðstöðu til útivistar í nágrenninu aðra en göngustíga. Væri ekki miklu betri kostur til nýtingar á Útvarpslóðinni, að borgin leysti hana til sín og sinnti þar í senn góðri og heilsusamlegri þjónustu fyrir þennan aldurshóp? Ég gæti gjarnan séð fyrir mér velli fyrir pútt, krokket og minigolf. Ég sé þarna einnig fyrir mér fallegan skála fyrir félagsstarf og annan slíkan fyrir dagvist. Það er svo margt hægt að gera þarna, sem hæfir þessum stað miklu betur en það sem nú er fyrirhugað. Verslunarskólanemar, sem lengi hafa nýtt þetta svæði til hreyfingar, myndu þá heldur ekki missa af neinu. Ein af meginrökum fyrir þéttingu byggðar hér er að stytta akstursleiðir. Aukin umferð á reiðhjólum á að fylgja, og þannig á að minnka mengandi útblástur frá þeim vélknúnu tækjum, sem um göturnar fara. Ég held reyndar, að flestir geti séð, að einkabíllinn hverfur ekki. Hann skapar í dag bara tímabundna hættu. Innan tveggja áratuga verða allir bílar rafknúnir eða brenna metani, lífdísli eða einhverju enn öðru, sem framtíðin geymir, og hætta að menga. Þess vegna er í lagi að þenja byggðina eitthvað út. Í ljósi þess, sem ég hef talið hér að ofan, vil ég mótmæla þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á Útvarpslóðinni. Ég veit, að við, sem hér búum, og missum margt, verði þessar fyrirætlanir að veruleika, eigum okkar grenndarrétt. Við bíðum nú frekar óþolinmóð eftir því að yfirvöld kynni okkur tillögur sínar og láti svo lítið að kynna sér okkar sýn á hlutina. Hví ekki að boða til fundar, áður en lengra er haldið? Borgin hefur að undanförnu lofað byggingu þúsunda íbúða fyrir þá sem búa við lág laun. Svæðið, sem hér um ræðir, er eitt af þeim dýrari. Húsaverð og/eða -leiga verða örugglega í hærri kantinum. Þetta þjónar því ekki þeim, sem eru í mestri þörf. Er ekki full þörf á að staldra aðeins við, ekki aðeins vegna Útvarpslóðarinnar, heldur ekki síður vegna miðborgarinnar, áður en túristarnir útrýma okkur, þessum innfæddu?
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar