Ertu verktaki eða launþegi? Vala Valtýsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar