Innlent

Fleiri vilja búa í Hveragerði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fólksfjölgun í Hveragerði í fyrra er líka sögð umfram landsmeðaltal, eða 2,2 prósent.
Fólksfjölgun í Hveragerði í fyrra er líka sögð umfram landsmeðaltal, eða 2,2 prósent. Fréttablaðið/Valli
Frá árinu 1998 hefur Hvergerðingum fjölgað um 42,9 prósent, á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um 20,8 prósent.

Þetta kemur fram í aldursgreindri íbúaþróun 1998 til 2015 sem nýverið var kynnt á fundi bæjarráðs Hveragerðis.

Íbúar voru 1.668 fyrir 17 árum en eru nú 2.384 og hefur fjölgað um 716, að því er fram kemur á vef bæjarins.

„Það er ánægjulegt að sífellt fleiri skuli velja Hveragerði til búsetu en ekki er útlit fyrir annað en að fjölgunin haldi áfram á næstunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×