Innlent

Bein útsending: 29. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Halldórsson, Ólöf Nordal og Gunnar Helgi Kristinsson eru á meðal þeirra sem taka til máls.
Halldór Halldórsson, Ólöf Nordal og Gunnar Helgi Kristinsson eru á meðal þeirra sem taka til máls.
XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í Salnum í Kópavogi í morgun klukkan 10. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki milli kl. 15 og 16 síðdegis. Dagskrá landsþingsins er komin á vefinn en yfirskrift landsþingsins er „Staldrað við og staðan metin“.

Meginumræðuefni þingsins verður svæðasamvinna sveitarfélaga, efling sveitarstjórnarstigsins, endurskoðun kosningalaga og staðan í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um endurmat á þjónustu við fatlað fólk.

Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað, en þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt.

Að loknum aðalfundi lánasjóðsins býður sjóðurinn til móttöku í anddyri Salarins. Til aðalfundar lánasjóðsins verður boðað með sérstöku bréfi frá sjóðnum.


Broadcast live streaming video on Ustream
DagskráinKl. 09:20–10:00         

Skráning þingfulltrúa og afhending gagna

Kl. 10:00–10:25    - 1. Þingsetning

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kl. 10:25–10:35 - 2. Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar

Kl. 10:35–11:15 - 3. Hvað næst? Sameiningar eða samstarf?

               

Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 11:15–12:10 - 4. Þjónusta við fatlað fólk

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 12:10–13:00         

Hádegishlé

Kl. 13:00–13:10    - 5. Álit kjörbréfanefndar

Kl. 13:10–13:30    - 6. Ávarp innanríkisráðherra

               

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Kl. 13:30–14:30 - 7. Lýðræði og efling sveitarstjórnarstigsins

               

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 14:30–15:05 - 8. Kosningar og kosningalöggjöfin

               

Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 15:05–15:15 - 9. Þingslit

Halla Sigríður Steinólfsdóttir, varaformaður sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×