Innlent

Ungur drengur varð fyrir bíl

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla kom á vettvang óhappsins.
Lögregla kom á vettvang óhappsins.
Ungur drengur sem var að hlaupa yfir götu varð í vikunni fyrir bíl í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. „Atvikið bar að með þeim hætti að hópur barna var að koma út úr rútu, sem stöðvuð hafði verið í vegkanti,“ segir í tilkynningunni. 

„Ökumaður sem ók eftir götunni var að horfa á eftir hópnum, sem var kominn yfir, þegar drengur sem dregist hafði aftur úr hljóp yfir götuna.“ Ökumaðurinn náði ekki að hemla í tæka tíð og ók því á drenginn. Lögreglan kom á vettvang ásamt sjúkrabíl. 

Drengurinn reyndist slasaður á fótum og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×