Grunaður um að stela fatnaði fyrir hátt í milljón króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2015 17:01 Maðurinn gat ekki gefið skýringar hjá lögreglu hvers vegna fatnaðurinn var í herbergi hans. vísir/getty Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi en hann er grunaður um fjársvik. Felast meint brot mannsins í því að hann sveik út flugmiða með því að gefa upp greiðslukortanúmer annars manns og þjófnaði á fatnaði. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í farbann. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí til 26. ágúst en hefur verið í farbanni síðan þá grunaður um fjársvik þar sem hann sveik út flugmiða með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Vegna þeirra sakargifta var gefin út ákæra á hendur manninum í síðustu viku, eða þann 4. nóvember. Nokkrum dögum áður, þann 31. október, barst lögreglunni tilkynning frá ótilgreindu flugfélagi um að dagana á undan hefði ítrekað verið reynt að kaupa flugmiða á söluvef félagsins með illa fengnum greiðslukortanúmerum fyrir nafngreindan aðila, en um móður mannsins var að ræða.Kom á söluskrifstofuna og greiddi fyrir flugmiðann með reiðufé Grunur lögreglu beindist því að manninum en hann kom síðan á söluskrifstofu flugfélagsins og greiddi fyrir flugmiða móður sinnar með reiðufé. Var hann handtekinn vegna þessa þann 2. nóvember „og við skýrslutöku daginn eftir kannaðist hann við að hafa við bókun á farmiða gefið upp greiðslukortanúmer sér óviðkomandi,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Eftir að maðurinn var handtekinn leitaði lögreglan í herbergi á gistiheimili sem maðurinn hafði til umráða fannst þar ónotaður fatnaður með verðmerkingum fyrir tæpa milljón króna, eða 943.730 krónur. Maðurinn neitaði að gefa skýringar á því hjá lögreglu hvernig stæði á því að fötin hafi fundist í herberginu.Að mati Hæstaréttar benda gögn málsins eindregið til þess að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér á meðan fyrra brot hans var til rannsóknar. Því megi ætla að hann muni halda áfram uppteknu hætti ef hann gengur laus og var hann því úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi en hann er grunaður um fjársvik. Felast meint brot mannsins í því að hann sveik út flugmiða með því að gefa upp greiðslukortanúmer annars manns og þjófnaði á fatnaði. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í farbann. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí til 26. ágúst en hefur verið í farbanni síðan þá grunaður um fjársvik þar sem hann sveik út flugmiða með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Vegna þeirra sakargifta var gefin út ákæra á hendur manninum í síðustu viku, eða þann 4. nóvember. Nokkrum dögum áður, þann 31. október, barst lögreglunni tilkynning frá ótilgreindu flugfélagi um að dagana á undan hefði ítrekað verið reynt að kaupa flugmiða á söluvef félagsins með illa fengnum greiðslukortanúmerum fyrir nafngreindan aðila, en um móður mannsins var að ræða.Kom á söluskrifstofuna og greiddi fyrir flugmiðann með reiðufé Grunur lögreglu beindist því að manninum en hann kom síðan á söluskrifstofu flugfélagsins og greiddi fyrir flugmiða móður sinnar með reiðufé. Var hann handtekinn vegna þessa þann 2. nóvember „og við skýrslutöku daginn eftir kannaðist hann við að hafa við bókun á farmiða gefið upp greiðslukortanúmer sér óviðkomandi,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Eftir að maðurinn var handtekinn leitaði lögreglan í herbergi á gistiheimili sem maðurinn hafði til umráða fannst þar ónotaður fatnaður með verðmerkingum fyrir tæpa milljón króna, eða 943.730 krónur. Maðurinn neitaði að gefa skýringar á því hjá lögreglu hvernig stæði á því að fötin hafi fundist í herberginu.Að mati Hæstaréttar benda gögn málsins eindregið til þess að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér á meðan fyrra brot hans var til rannsóknar. Því megi ætla að hann muni halda áfram uppteknu hætti ef hann gengur laus og var hann því úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira